is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34640

Titill: 
 • Að leysa kind frá konum. Fæðingarlýsingar í íslenskum miðaldabókmenntum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Miðaldabókmenntir eru almennt hljóðar þegar kemur að reynslu kvenna í tengslum við fæðingar. Með nánum lestri á textum má þó annað slagið finna lýsingar á barnsburði sem gefa örlitla innsýn í þennan reynsluheim kvenna. Gægist sá heimur í gegnum textann í ólíkum heimildum: í eddukvæðum er fjallað um raunir yfirsetukonu, konungasögur, Íslendingasögur og fornaldarsögur Norðurlanda greina frá fæðingu mikilsverðra manna og í biskupasögum má finna frásagnir af hjálp dýrlinga og æðri máttarvalda við erfiðar fæðingar. Sömuleiðis fjalla nokkrir miðaldatextar um sængurkvennadauða og ofbeldi gagnvart ófrískum konum og sængurkonum. Hér verða þessir textar skoðaðir nánar.
  Fyrst verður sjónum beint að yfirnáttúrulegri hjálp við fæðingar. Miðaldaheimildir sýna að á Íslandi tíðkaðist að fara með galdra yfir fæðandi konum og spenna um þær verndargripi, t.d. belti og bækur. Einnig var heitið á dýrlinga en í jarteinum þeirra virðist áherslan vera á hinni fæðandi konu frekar en barninu sem hún ber undir belti. Séu íslenskar miðaldaheimildir bornar saman við heimildir frá öðrum ríkjum Evrópu sést jafnframt að Ísland hefur fylgt evrópskum straumum þegar kom að yfirnáttúrulegri fæðingarhjálp.
  Næst verður sú fullyrðing að fæðingarherbergið hafi verið lokaður heimur kvenna skoðuð. Athugað verður hverjir voru viðstaddir fæðingar og velt upp hugmyndum um hugsanlegt hlutverk þeirra. Einnig verður sjónum beint að feðrum og hlutverki þeirra í tengslum við fæðingar. Sýnt verður fram á að þrátt fyrir að konur hafi verið í meirihluta meðal aðstoðarfólks var fæðingarhjálp ekki bundin við kvenkyn og skilin milli kvennaheimsins innan fæðingarstofunnar og karlaheimsins fyrir utan í besta falli óljós, ef þau hafa yfirhöfuð verið til staðar.
  Að lokum verða skoðuð þau áföll sem þungaðar konur og sængurkonur gátu orðið fyrir. Fá dæmi finnast um sængurkvennadauða í íslenskum miðaldabókmenntum og í þeim dæmum sem hér verður fjallað um eru konurnar og þjáningar þeirra ekki í fyrirrúmi, heldur er athyglin á körlunum í kringum þær. Áföll sem hin verðandi eða nýbakaða móðir gat orðið fyrir einskorðuðust þó ekki við erfiðleika tengda meðgöngu og fæðingu. Ófrískar konur og sængurkonur voru ekki óhultar gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi, hvort tveggja frá nánum ættingjum sínum sem og utanaðkomandi. Í þeim sið að feður ákvæðu örlög barna sinna fólst auk þess ofbeldi gagnvart konum.

 • Útdráttur er á ensku

  Medieval literature is generally silent in regard to women’s childbirth experiences. However, with close reading one can occasionally find descriptions of childbirths and therefore catch glimpses of this female world. That world can peer out from different sources: Eddic poetry describes the trials of a midwife, Kings’ sagas, Icelandic sagas and Legendary sagas recount the birth of important men and in hagiographies one can find accounts of saints’ intercession during difficult births. Likewise, a few texts from the Middle Ages mention maternal death and violence against pregnant women or new mothers. This essay focuses on these texts.
  First supernatural help during childbirth will be examined. Medieval sources show that it was customary in Iceland to recite spells over women during delivery and tie amulets to them, e.g. belts and books. Saints were also invoked but their miracula seem to stress saving the expectant mother’s life rather than the life of the unborn child. Comparing medieval Icelandic sources to sources from other European countries also reveals that Iceland followed European traditions regarding supernatural assistance during delivery.
  Next, the assertion that the delivery room was exclusively female space will be contemplated. The people present during births will be inspected as well as the roles they might play. Special regard will be given to expectant fathers and their part in childbirths. Medieval texts show that even though the majority of assistants were female, men could also assist women in childbirth and the line between the female space within and the male space outside was blurry at best, if it even existed at all.
  Finally, the trauma expectant and new mothers could experience will be considered. There are few examples of maternal death in medieval Icelandic literature and the examples observed here demonstrate that the women and their suffering are not the primary concern, the focus is on the males around them. Pregnant women and new mothers could also experience trauma that was unrelated to difficulties during pregnancy or delivery. They were not safe from mental and physical abuse, both from close relatives and strangers. One can also see violence towards mothers in the custom of exposing infants shortly after birth.

Samþykkt: 
 • 17.12.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elinros Thorkelsdottir_MA-ritgerd_Ad leysa kind fra konum.pdf618.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf193 kBLokaðurYfirlýsingPDF