Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34641
Loftslagsbreytingar eru fylgikvilli þeirrar framfaraþróunar sem hefur átt sér stað í gegnum aldirnar. Gróðurhúsalofttegundir hafa aukist til muna í andrúmsloftinu frá iðnbyltingu sem leiðir af sér hækkandi hitastig, bráðnun íss og jökla, öfgakennt veðurfar og súrnun sjávar svo eitthvað sé nefnt. Mannkynið notar auðlindir umhverfisins sér til hagsbóta 1,75 sinnum hraðar en vistkerfin ná að endurnýja þær. Stjórnvöld standa því frammi fyrir ákvörðunum sem munu hafa áhrif á allt lífríki á jörðinni og því grundvallaratriði fyrir stjórnvöld að forgangsraða rétt. Í þessari ritgerð verður staða kvenna og umhverfismála á Norðurlöndum sérstaklega skoðuð í ljósi femínískra kenninga. Farið er yfir hvernig ímynduð skipan kynjanna, stofnanabundin viðmið og formgerðir koma í veg fyrir að sjónarmið kvenna hafi áhrif á stefnumótun umhverfismála á Norðurlöndum. Jafnframt hefur sú skipan að miklu leyti leitt til þess að ekki hefur verið gripið til aðgerða með afgerandi hætti. Femínískar kenningar eru skoðaðar til þess að varpa ljósi á rannsóknarspurninguna, hvaða áhrif hefur stigveldi kynjanna á frammistöðu Norðurlandanna í loftslagsmálum? Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að frammistaða Norðurlandanna dugir ekki til þess að kljást við loftslagsógnina eins og staðan er í dag. Rótin að vandanum er hinn félagslegi munur á kynjunum sem er skapaður af feðraveldinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Loftslagsbreytingar og Norðurlönd MMR.pdf | 460,23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemma yfirlýsing.pdf | 306,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |