is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34644

Titill: 
  • Nálgunarbann og brottvísun af heimili með hliðsjón af kynbundnu ofbeldi í nánum samböndum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Engum blöðum er um það að fletta að kynbundið ofbeldi hefur þrifist í samfélagi manna öldum saman, einkum vegna þess mikla valdamisræmis sem ríkt hefur á milli karla og kvenna. Nálgunarbann og brottvísun af heimili eru lagaleg úrræði sem hægt er að grípa til þegar kynbundið ofbeldi á sér stað í nánum samböndum. Í krafti kvenfrelsisbaráttunnar á síðari hluta 20. aldar þróaðist kvennaréttur og beindist athyglin m.a. að lakari réttarstöðu kvenna samanborið við karla. Hvað varðar stöðu þolenda í heimilisofbeldismálum, varð umræðan háværari hér á landi rétt fyrir síðustu aldamót og ljóst að þörfin á úrbótum í þessum málaflokki var veruleg. Árið 2000 leit ákvæði um nálgunarbann dagsins ljós í fyrsta sinn í íslenskum rétti og með núgildandi lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili nr. 85/2011 var hin svokallaða austurríska leið lögfest. Með beitingu úrræðisins er heimilt að fjarlægja einstakling tímabundið af eigin heimili standi ógn af honum gagnvart öðrum sem þar búa.
    Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvort þau lög sem sett hafa verið um nálgunarbann og brottvísun af heimili endurspegli þann raunveruleika sem kynbundið ofbeldi er, þ.e. hvort verndin sem réttinum er ætlað að tryggja, sé nægjanleg.

Samþykkt: 
  • 20.12.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf831.97 kBLokaður til...20.12.2029HeildartextiPDF
Skemman_yfirlýsing.pdf295.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF