is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34645

Titill: 
  • Áhættusamar lánveitingar. Verður stjórnendur fjármálafyrirtækja refsað fyrir ákvarðanir sem reynast áhættusamar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efnahagshrunið á Íslandi um haustið 2008 hafði margþætt áhrif á líf fjölmargra Íslendinga og urðu þeir margir hverjir fyrir fjárhagslegu tjóni. Stjórnendur viðskiptabankanna höfðu reynt að koma í veg fyrir að bankarnir yrðu fyrir fjárhagslegum áföllum og tóku ákvarðanir sem sumar hverjar áttu eftir að reynast afdrifaríkar.
    Í kjölfar efnahagshrunsins var komið á fót embætti Sérstaks saksóknara og var því ætlað að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða sem leiddu til svonefnds „bankahruns“ haustið 2008. Var embættinu ætlað að rannsaka grun um refsiverða háttsemi hvort sem hún tengdist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga.
    Í ritgerðinni eru til umfjöllunar átta tilvik þar sem ákæruvaldið höfðaði dómsmál gegn fyrrum stjórnendum fjármálafyrirtækja. Í ákærum var þessum fyrrum stjórnendum gefið að sök að hafa með háttsemi sinni og ákvörðunum farið út fyrir heimildir sínar. Umræddar ákvarðanir áttu það sammerkt að varða allar verulega fjárhagslega hagsmuni hjá fjármálafyrirtækjunum. Sjö af átta dómsmálum enduðu með sakfellingu en sýknað var í einu málanna. Í þeim málum þar sem refsidómar voru kveðnir upp var meðallengd refsiviðurlaga þrjú ár og fjórir mánuðir. Þyngsta refsing sem kveðin var upp var í máli gegn fyrrverandi forstjóra Kauping banka hf., en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að lánveitingu í máli sem kennt er við Al Thani. Þá var í einu málanna horft til heilsufars ákærða og hve langt var um liðið frá broti hans og var refsing bundin skilorði. Í einu málanna voru allir stjórnarmenn SPRON sýknaðir þar sem sýnt þótti að stjórn sparisjóðsins hefði, áður en tekin var ákvörðun um umfangsmikla lánveitingu, aflað nauðsynlegra upplýsinga til grundvallar ákvörðun um lánveitingu áður en lánveitingin var samþykkt.

Samþykkt: 
  • 20.12.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð pdf skemman.pdf329.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemma.jpg182.07 kBLokaðurYfirlýsingJPG