en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34646

Title: 
 • Title is in Icelandic Val tilboða í opinberum innkaupum. Yfirlit reglna og sjónarmiða í útboðum og rammasamningum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Reglur um opinber innkaup á Íslandi eru margbrotnar. Ritgerð þessari er yfirlit yfir gildandi sjónarmið og réttarreglur. Í henni er könnuð dóma- og úrskurðarframkvæmd á Íslandi sem og í Evrópu.
  Aðild Íslans að EES-samningnum hefur haft afgerandi áhrif á lagaumgjörð Íslands á sviði opinberra innkaupa. Árið 2016 samþykkti Alþingi ný lög um opinber innkaup nr. 120/2016 sem voru innleiðing á útboðstilskipun nr. 2014/24/EB. Opinberir aðilar sem lúta lögunum fara með opinbert fé og er ein af höfuðáherslum laganna að sjá til þess að því sé varið heiðarlega. Evrópsk löggjöf hefur það að markmiði að tryggja hinn frjálsa markað og því áhersla lögð á jafna meðferð, bann við mismunun og að útboðsferlið sé gagnstætt. Þessar þrjár reglur gegna lykilhlutverki og eru undirtónninn í löggjöfinni allri. Þegar kaupandi vill hefja útboð þarf að leggja niður leikreglur og ákveða valforsendur sem útboðið mun byggja á. Ritgerð þessi fjallar um afmarkaðan hluta af útboðsferlinu, nánar tiltekið um val á tilboði, bæði innan hefðbundins útboðs og rammasamninga.
  Skoðaður er lagagrundvöllur opinberra innkaupa og samspil regluverks Evrópusambandsins og EES-réttar. Kaupandi skal velja fjárhagslega hagkvæmasta tilboð á grundvelli lægsta verðs, minnsta kostnaðar eða besta hlutfalls milli verðs og gæða. Fjallað er um mismunandi kosti og galla hvers og eins þáttar fyrir sig.
  Þegar kaupandi vill hafna öllum tilboðum verða málefnalegar ástæður að vera fyrir hendi. Rannsóknin reifar hvenær Hæstiréttur og Kærunefnd útboðsmála hafa talið málefnalegar forsendur fyrir höfnun allra tilboða. Kaupandi þarf að sinna upplýsingaskyldu sem hefur breytileg áhrif eftir því hvers eðlis hún er. Meginreglur útboðsréttar gilda um val á tilboði innan rammasamninga en þó eru ýmis sérsjónarmið sem þarf að hafa í huga svo sem varðandi örútboð og hvernig er ákveðið hverjir verða aðilar að rammasamninginum.

Accepted: 
 • Dec 27, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34646


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brynjólfur Sigurðsson.pdf979.13 kBLocked Until...2025/12/01Complete TextPDF
brynjólfur yfirlýsing.pdf301.1 kBLockedPDF