Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34647
Ritgerð þessi fjallar um notkun stjórntækja í opinberum stofnunum á Íslandi. Í þessari ritgerð eru stjórntæki þau „verkfæri eða tól sem stjórnendur eða stofnanir taka upp og innleiða í formi nýs verklags eða nýrra aðferða sem eru hugsuð til að stýra og/eða skipuleggja stofnanir á nýjan hátt til að bæta árangur þeirra“. Útgangspunktar rannsóknarinnar eru þrír; þekking stjórnenda á stjórntækjum, ástæður innleiðingar stjórntækja og vinsældir stjórntækja.
Ritgerðin varpar ljósi á þekkingu stjórnenda á hinum ýmsu stjórntækjum og þá staðreynd hvort þeir séu að nota þau stjórntæki sem þeim standa til boða. Rannsakað var af hverju stofnanir eru að nota stjórntæki og hvernig þær komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé að innleiða þau. Rannsóknin tók líka til þess hvernig ákvörðun var tekin um innleiðinguna og hverjir komu að ákvarðanatökunni. Loks er fjallað um þá þætti sem gera stjórntæki vinsæl og hvort einhverjir ákveðnir straumar, tískustraumar, séu í kringum þau.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stjórntæki, skyndilausnir eða hið heilaga orð.pdf | 761.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis Katrín Eydís Hjörleifsdóttir undirritað.pdf | 197.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |