Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34655
Í þessari ritgerð verður leitast við að skýra hvort eða hvernig staða stríðshrjáðra ríkja, nánar tiltekið Sýrlands og Jemen, getur haft áhrif á athygli alþjóðakerfisins og fjölmiðla á stríðunum sjálfum. Með stöðu er átt við forsögu ríkjanna og áhrifa hennar á fjölmiðla- og alþjóðaumfjöllun, þá að Sýrland fái meiri umfjöllun því breytingin á ríkinu í kjölfar stríðs var mjög sýnileg en í Jemen aftur á móti höfðu átök verið lengi til staðar og breyting ríkisins því minna sýnileg. Staða ríkjanna verður einnig skoðuð með áherslu á pólitíska stöðu þeirra í landfræðilegu umhverfi, klemmd á milli stórvelda. Með athygli alþjóðakerfisins er átt við ályktanir innan Sameinuðu þjóðanna sem snúa að stríðunum á fyrstu fjórum árum þeirra beggja. Ályktanirnar eru skoðaðar í ljósi klassískrar raunhyggju og nýfrjálslyndrar stofnanahyggju. Með athygli fjölmiðla er átt við fjölda frétta tengdum stríðunum á fyrstu fjórum árum stríðanna beggja, til að greina hvernig staða getur haft áhrif á athygli fjölmiðla var stuðst við rannsóknir á hvaða atburðir komast fremur í fjölmiðla en aðrir. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að staða stríðshrjáðra ríkja hefur vissulega áhrif á athygli frá alþjóðakerfinu og fjölmiðlum, annars vegar forsaga ríkjanna og áhrif hennar á fjölmiðla- og alþjóðaumfjöllun og hins vegar pólitísk staða ríkjanna í landfræðilegu umhverfi, staðsett á milli stórvelda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 565,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Klara Dröfn Tómasdóttir.pdf | 531,57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |