is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34657

Titill: 
 • Rímur um rímur: Hvað má lesa úr elstu rímum um rímnahefðina?
 • Titill er á ensku Rímur on rímur: What can be read in oldest extant rímur about the rímur tradition?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rímur voru eitt vinsælasta skemmtiefni á Íslandi um sex alda skeið. Hátt í fimmtán hundruð rímur hafa verið ortar svo vitað sé og ríflega þúsund rímur eru varðveittar. Rímur eru löng frásagnarkvæði ort undir sérstökum bragarháttum og voru í nánast öllum tilfellum ortar eftir þekktum sögum, og sumum sögum var oft snúið í rímur.
  Rímur hafa ekki notið mikillar hylli sem rannsóknarefni og gjarnan hafa þær verið sem hornkerlingar við fræðaborðið. Samlestur rímna og sagnanna sem þær eru ortar út af leiðir oft í ljós að rímurnar einfalda sögurnar, fletja út persónur með því að ýkja upp ákveðna þætti þeirra en sleppa öðrum, og blása út atburði eins og bardaga og siglingar með staglkenndum og formúlukenndum hætti. Það hefur orðið til þess að rímur hafa oft verið taldar lakar bókmenntir, formúlukenndar og sjálfhverfar.
  Þessi rannsókn leiðir í ljós að rímur voru frá öndverðu efni ætlað til flutnings og að efnistök og efnismeðferð í elstu varðveittu rímum er að mörgu leyti algerlega í takt við þau efnistök og efnismeðferð sem tíðkast í munnlegum kveðskap víða um heim, þar sem meginmarkmiðið er að stýra túlkun áheyrenda til þess að draga úr óvissu­þáttum svo sagan komist rétt til skila. Sjálfhverfa þeirra er því arfur frá munn­legum flutningi og geymd þeirra frá elsta stigi þróunarsögu þeirra.
  Þar sem rímur eru efni sem ætlað er til flutnings þarf að flytja þær og það þarf að hlusta á þær til þess að hægt sé að meta þær af sanngirni og á þeirra eigin for­sendum. Rímur lesnar af bók gefa ekki nema nasasjón af því sem rímur eru í raun, líkt og skrifaðar nótur tónverks eða leikrit lesið af bók. Séu rímur metnar á forsendum hefðar­innar sem þær viðhéldu um sex alda skeið, í stað þess að þær séu metnar á for­sendum hugmynda nútímans um bókmenntir og ljóðlist, blasir við önnur mynd en viðtekin mynd nútímans af rímum.

 • Útdráttur er á ensku

  Rímur were the most resiliant and popular form of entertainment in Iceland for six centuries. Almost fifteen hundred rímur are known to have been composed and more than a thousand of those are preserved. Rímur are long, episodic, epic poems and are almost always poetic reworkings of known sagas, and some sagas have been turned into rímur more than once.
  Rímur have not been popular as research material. When rímur and their corresponding sagas have been compared it is apparent that rímur simplify the sagas somewhat, flatten the characters by inflating certain characteristics and skipping others, and relate events such as battles and sea voyages in stereotypical and formulaic way. This has led to rímur being found deficient as literature, and deemed formulaic, redundant and stereotypical.
  This research shows that the earliest extant rímur where composed as per­for­mance material and that the treatment of material in rímur is very much in line with the treatment of material in oral poetry, where the main object is to relate a story and decrease it’s indeterminacy and possibilities of intepretation. The redundancy in rímur is thus most likely a remnant of a tradition of rímur as oral poetry and per­for­mance material from the very beginning.
  As rímur are a performance material they need to be performed and listended to for them to be appreciated fully and for them to be judged by their own merits. The ex­perience of reading rímur is as superficial as looking at a score to a musical compo­sit­ion or reading through a play in a book. If rímur are judged by the parameters of the tradition they upheld for six centuries rather than by the parameters of modern concepts of literature and poetry a different image emerges, one quite unlike the con­temporarily conventional.

Samþykkt: 
 • 6.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf202.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
rímur um rímur (002).pdf695.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna