is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34660

Titill: 
  • Kjarasamningar: Aðild að kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði og rétturinn til lágmarkslauna samkvæmt þeim
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar lýtur að kjarasamningum, réttarreglum sem snúa að því hvaða aðilar eiga aðkomu að gerð kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði og skilyrðum fyrir rétti stéttarfélaga til að fara með samningsumboð félagsmanna sinna við gerð kjarasamninga. Enn fremur lýtur efni ritgerðarinnar að rétti einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði til lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningum. Ritgerðin er afrakstur viðamikillar rannsóknar á dómum Félagsdóms og hinna almennu dómstóla. Dómarannsóknin var víðtækust þegar samningsumboð stéttarfélaga var kannað en þá voru hugtökin samningsaðild og samningsumboð notuð til þess að afmarka niðurstöður leitavéla. Til viðbótar við dómarannsóknina komu fræðigreinar og fræðirit á sviði vinnuréttar, samningaréttar og fleiri réttarsviða sér einnig vel við vinnu á ritgerðinni. Aðilar að kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði eru annars vegar vinnuveitendur og hins vegar stéttarfélög en um samningsfyrirsvar þessara aðila er kveðið á um í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og lögum um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins nr. 34/1977. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna í fyrsta lagi að skilyrði fyrir samningsumboði stéttarfélaga eru ólík eftir því hvort þau starfi á almenna vinnumarkaðinum eða hinum opinbera vinnumarkaði. Í öðru lagi sýna niðurstöður rannsóknarinnar að launamenn á íslenskum vinnumarkaði njóta ákveðinna lágmarkskjara samkvæmt viðeigandi kjarasamningum á grundvelli 1. gr. starfskjaralaga nr. 55/1980 óháð aðild vinnuveitenda þeirra að gerð kjarasamningsins. Þá er að finna aðila á íslenskum vinnumarkaði sem njóta ekki sama réttar en það eru m.a. verktakar, starfsnemar og sjálfboðaliðar. Í grunninn njóta þessir aðilar ekki réttarins til lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningum því þeir teljast ekki vera launmenn í skilningi ákvæðis 1. gr. laga nr. 55/1980.

Samþykkt: 
  • 6.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_FDG.pdf689 kBLokaður til...31.12.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing_FDG.pdf242.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF