is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34661

Titill: 
  • Hjúskapur og makaval: Indversk hjónabönd í hindúísku samhengi
  • Titill er á ensku Marriage and Mate Selection: Indian marriages in a hindu context
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er indversk hjónabönd og áhrif kastakerfisins á makaval hindúa. Stuðst er við kenningu Marcel Mauss um gjafaskipti og varpað ljósi á það hvernig hjónaband er ekki trúarlegt fyrirbæri heldur viðskiptasamningur milli tveggja fjölskyldna. Hjónaband er skoðað út frá þeim þáttum sem hafa áhrif á hjónabands viðskiptasamninginn líkt og brúðarauður, heimamundur, reglur um innvens og útvensl, búsetumynstur, ættrakning og félagsleg- og efnahagsleg staða fólks. Indversk hjónabönd eru skoðuð út frá hugmyndum hindúisma og þróun hjónabandsaðferða í ljósi nútímavæðingu Indlands. Á Indlandi hefur hjónabandsaldur hækkað bæði hjá stúlkum og drengjum, hjónabönd náinna ættingja eru talin óæskileg og svokölluð ástarhjónabönd hafa aukist. Skipulögð hjónabönd eru enn ríkjandi siður indveskrar menningar en í dag er orðið algengara að foreldrar velji maka með tilliti til skoðana barna sinna. Í þessari ritgerð er makaval hindúa skoðað í tengslum við hlutverk kasta, en kasti er hugtak sem vísar til hóps fólks sem hefur ákveðna félagslega stöðu innan indverska samfélagsins. Kasti einstaklings ákvarðast við fæðingu og er óbreytanlegur. Þegar kemur að makavali hindúa er kasti mikilvægasti þátturinn og þrátt fyrir að hlutverk kasta sé að breytast eru hjónabönd milli ólíkra kasta ennþá forboðin. Þegar einstaklingur giftist utan síns kasta, þá sérstaklega aðila úr neðri kasta, er hjónabandið talið menga ættarlínu efri kastans. Hugmyndir hindúsima um hreinleika og óhreinleika styrkir kastakerfið og reglur um mikilvægi kasta-innvensla hjónabanda eru notaðar til þess að varðveita hreinleika kasta.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is Indian marriages and the effect of the caste system on Hindu mate selection. Marcel Mauss theory of gift exchange is used to shed light on how marriage is not a religious phenomenon but a business contract between two families. In this essay marriage is examined by the factors that affect the marriage contract such as; bride-wealth, dowry, people‘s social and economic status, descent principles, rules about residency and rules about endogamy and exogamy. Indian marriages are examined from the perspective of Hinduism and the development of marriage methods in light of modern India. In India the age of marriage has risen for both girls and boys, close-kin marriage is no longer preferred and love marriages have become more common. Arranged marriages still remain the norm but today the mode of arrangement has changed and it has become more common for parents to choose a spouse in consideration of their children‘s opinion. In this essay the mate selection is explored in relation to the role of caste. Caste is a term that refers to a group of people who have a particular social status within the Indian society. Caste is prescribed at birth and one cannot change it throughout life. Caste is the most important factor in mate selection and although the role of caste is changing, marriages between different castes are still considered taboo. When a person marries outside his caste and especially a person from a lower caste, the marriage is believed to pollute the lineage of the upper caste. The Hindu notion of purity and impurity strengthens the caste system and rules about the importance of caste-endogamous marriage are used to preserve caste purity.

Samþykkt: 
  • 6.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_FreyjaKjart.pdf213 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_ritgerd_FreyjaKjart.pdf418.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna