is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3467

Titill: 
  • Að lifa og læra í lýðræði : hvernig er hægt að stuðla að þáttöku nemenda í lýðræðisþjóðfélagi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvernig skólar stuðla að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi eins og gert er ráð fyrir í grunnskólalögum. Fjallað er um framfylgd laganna, mannréttindafræðslu, uppeldi og menntun í lýðræði, um námskrá og lagaumhverfi grunnskólans. Einnig eru kynntar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem unnin var í febrúar 2009. Þar eru könnuð viðhorf grunnskólakennara og hugmyndir þeirra um lýðræði og útfærslu á markmiðsgrein grunnskólalaganna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að lífsleikninám, félagslíf og frítímastarf með börnum er mikilvægur námsvettvangur og virkur áhrifaþáttur í lýðræðisvitund barna. Viðmælendur í rannsókninni voru sammála um mikilvægi þess að kennarar kalli eftir röddum barna og virði sjónarmið þeirra svo hægt sé að vinna betur að markmiðum laganna. Gera þurfi kennslu um lýðræði og mannréttindi hærra undir höfði í námi kennaranema og að útfærsla laganna þurfi að fá meiri umfjöllun í kennaranáminu. Það sem þeir telja auk þess að geti verið hindrun, í því mikilvæga starfi kennarans að undirbúa börn til þátttöku í lýðræðissamfélagi, er aðstöðuleysi, tímaskortur og mikið álag á kennurum. Góður skólabragur geti hins vegar verið kennurum mikill stuðningur.

Samþykkt: 
  • 18.8.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaM_lokaritg_fixed[1].pdf481.15 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna