en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34670

Title: 
  • Title is in Icelandic Góður karl með byssu: Áhrif NRA á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum
  • A good guy with a gun: The NRA's influence on American gun legislation
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Síðastliðna áratugi hefur skapast mikil umræða um skotvopnaeign Bandaríkjamanna. Oftast sprettur þessi umræða upp í kringum þær fjölmörgu fjöldaskotárásir sem verða þar í landi. Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á það hvernig Landssamband byssu-eigenda í Bandaríkjunum (NRA) hefur haft áhrif á skotvopnalöggjöf í landinu. Til hlið-sjónar því verður horft á það hvernig samtökin hafa nýtt sér bæði trú og sjálfsmynd Bandaríkjamanna og tengt þetta tvennt við skotvopnaeign. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort aðferðir og aðgerðir NRA í sambandi við það að tengja trú og sjálfsmynd við skotvopnaeign hafi verið árangursríkar og einnig hvort þetta hafi síðan leitt til aukins réttar til þess að eiga og bera skotvopn í Bandaríkjunum
    Í ritgerðinni mun ég fara yfir upphaf NRA og hvernig samtökin urðu að því sem þau eru í dag. Einnig verður lauslega farið yfir hugmyndafræði og áhrif NRA í bandarísku samfélagi. Ég mun skoða hvernig NRA samtökin hafa vísvitandi höfðað til þeirra sem aðhyllast evangelíska mótmælendatrú og hvaða áhrif þessi trúarhópur hefur haft á landslag skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum. Síðan mun ég varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefur haft á skotvopnalöggjöf að stór hópur Bandaríkjamanna tengir sjálfsmynd sína sterkt við skotvopnaeign og hvernig NRA samtökin hafa nýtt sér þessi sterku tengsl. Eftir þetta mun ég síðan skoða hvernig aðgerðir og barátta NRA samtakanna hafa haft áhrif á túlkun annars ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna og hvernig það hefur síðan gert það að verkum að réttindin til þess að eiga og bera skotvopn hafa aukist.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að NRA samtökin hafa verið mjög árangursrík í því að tengja skotvopn við bæði trú og sjálfsmynd Bandaríkjamanna. Það er meðal annars hægt að sjá með því að skoða ákall NRA til meðlima sína um að hafa samband við stjórnmála¬menn og hvetja þá til að breyta afstöðu sinni þannig að betur henti NRA samtökunum. Í hvert sinn sem NRA hefur sent frá sér slíkt ákall hafa viðbrögðin verið gríðarleg. Barátta samtakanna fyrir hinni svokölluðu einstaklingstúlkun á öðru ákvæði stjórnarskrár landsins hefur einnig verið svo vel heppnuð að Hæstiréttur hefur staðfest einstaklingstúlkunina. Þetta leiddi til þess að NRA samtökin gátu betur beitt sér gegn bönnum sem takmörkuðu skotvopnaeign um öll Bandaríkin.

Accepted: 
  • Jan 6, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34670


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BaRitgerð_PéturIllugiEinarsson_Final.pdf527.18 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing_Skemman_PéturIllugiEinarsson.pdf417.75 kBLockedDeclaration of AccessPDF