is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34671

Titill: 
  • Innleiðing breytinga: Framkvæmd stefnu um gæðaviðmið á frístundaheimilum og mælingar á árangri
  • Titill er á ensku Implementing changes: Implementation of a quality benchmark policy for afterschool programs and their performance measurement
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um lykiláfanga í fagþróun starfs frístundaheimila á Íslandi með innleiðingu ítarlegra gæðaviðmiða fyrir starfið sem sett voru árið 2018. Greint er að hvaða marki aðferðafræði breytingastjórnunar og árangursstjórnunar hafi verið nýtt við innleiðinguna hjá frístundaheimilunum sjálfum. Rýnd voru fyrirliggjandi gögn auk þess sem framkvæmd var viðtalsrannsókn, tekin tíu einstaklingsviðtöl við rekstraraðila og framkvæmdaraðila frístundaheimila í Reykjavíkurborg, Árborg og Hveragerði. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram hvernig þessum tilteknu sveitarfélögum hefur gengið að innleiða gæðaviðmiðin í starf frístundaheimila, hvort og þá hvernig þau ætla sér að mæla árangur þeirra og hvaða almennar ályktanir megi draga af því fyrir önnur sveitarfélög. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að þrátt fyrir að mikil vinna hafi verið lögð í gerð og kynningu á gæðaviðmiðunum um faglegt starf á frístundaheimilum af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, er innleiðingin skammt á veg komin sem ef til vill má teljast eðlilegt þar sem ekki er langt síðan þau voru samþykkt. Viðhorf viðmælenda til viðmiðanna eru almennt mjög jákvæð, en sumum þeirra fannst þó vanta stuðning og leiðsögn við innleiðinguna, einkum í smærri sveitarfélögunum. Þeim fylgi ekki sérstök fjárveiting eða viðbótartími til undirbúnings og innleiðingar, sem er sérkennilegt í ljósi þess hversu umfangsmikil viðmiðin eru, þ.e. 48 talsins. Tengslum grunnskóla við frístundaheimili virðist einnig ábótavant. Enn sem komið er virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir skipulegum árangursmælingum, sem ættu þó að fylgja innleiðingunni. Reykjavíkurborg hefur talsverða sérstöðu og hefur bæði þróað eigin viðmið og árangursmat yfirstjórnar en eftir er þó að samhæfa það gæðaviðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Viðmælendur voru sammála um að starf frístundaheimila hafi umtalsverð jákvæð áhrif á þau börn sem sækja þau og að fjölbreytt tækifæri séu fólgin í starfsemi þeirra, en að mismunandi leiðir séu færar til þess að mæla árangur starfsins. Góðu árangursmælingakerfi geti fylgt mikill ávinningur bæði fyrir starfið sjálft og yfirstjórnendur þess.

  • Útdráttur er á ensku

    This final thesis looks at key stages in professionalization of the work of Afterschool Programs in Iceland and implementation processes of comprehensive quality benchmarks set in 2018. It analyzes to which extent change management and performance management have been applied in the implementation process. The study analyzes existing documentation as well as ten semi-structured interviews with operators and developers of Afterschool Programs in the city of Reykjavík, Árborg and Hveragerði. The goal of the study is to establish the status of the implementation of the benchmarks in Afterschool Programs in these municipalities, if and how they intend to evaluate the results and furthermore, what general conclusions can be drawn for other municipalities. The conclusion is that great efforts have been made by the Ministry of Education, Science and Culture in developing and presenting benchmarks for professional work in Afterschool Programs. However, the implementation has not been finalized partly due to how recently the benchmarks were adopted but also due to lack of support and guidance. In general, the interviewees were positive towards the process although some had experienced lack of support and guidance during the implementation process, particularly in the smaller municipalities. They pointed towards lack of financing and extra time for preparation and implementation, despite the wide-range of the benchmarks, which altogether are 48. The connection between elementary school and Afterschool Programs seems incomplete. At present there seem to be no plans for strategic performance measurements, which should be an integral part of the implementation. The city of Reykjavik stands out though, as it has developed its own benchmarks and performance measurements for the management, although these have not been adapted to the quality standards of the Ministry. The interviewees believed that activities in Afterschool Programs had a positive impact on children and opened up for multiple opportunities, but reminded that different possibilities of performance measurements existed. A good performance measurement system could be of great benefit for both the work itself and those managing it.

Samþykkt: 
  • 6.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Björk Helgadóttir.pdf2,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf399,36 kBLokaðurYfirlýsingPDF