en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34673

Title: 
 • Title is in Icelandic Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Sú þjóðfélagsbreyting sem hefur átt sér stað með tilkomu samfélagsmiðla er að samskipti einstaklinga fara að miklu leyti fram á slíkum miðlum, og á það við bæði um samskipti einstaklinga sín á milli sem og samskipti einstaklinga við fyrirtæki og stofnanir. Samfélagsmiðlar eru orðnir hluti af daglegu lífi flestra sem hefur orðið til þess að erfitt getur verið fyrir einstakling að hafa mikla stjórn á upplýsingum um sig í nútímasamfélagi. Börn hafa leitað réttar síns í auknum mæli vegna myndbirtinga foreldra af þeim á samfélagsmiðlum og telja þá að brotið sé gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þannig má velta því fyrir sér hvort friðhelgi einkalífsins sé orðin minni með tilkomu samfélagsmiðla
  Aðaláherslan í umfjölluninni verður að leitast eftir því að svara hvort að friðhelgi einkalífs barna njóti nægilegrar verndar í kjölfar hraðrar tækniþróunar í nútímasamfélagi eða hvort tilefni sé til þess að bæta það regluverk sem í gildi er um friðhelgi einkalífs barna með það að leiðarljósi að auka vernd þeirra. Það verður aðallega gert með því að rýna í hvaða reglur gilda um áhrifavalda þegar kemur að myndbirtingu og birtingu upplýsinga um börn sem notaðar eru í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Þá verður í lokin reynt að fá svar við þeirri spurningu hver það er sem verndar rétt barna og hvert barn getur leitað ef það telur að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns.
  Í 2. kafla verður fyrst fjallað um tjáningarfrelsi. Mikilvægi þess að fjalla sérstaklega um tjáningarfrelsið felst einkum í því að áhrifavaldar og aðrir beita tjáningarfrelsi sínu við myndbirtingar og birtingu annarra persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum. Kafli 3 fjallar um fjölmiðla en það verður rýnt í lög um fjölmiðla nr. 38/2011 með það að markmiði að reyna fá úr því skorið hvort að áhrifavaldar geti fallið undir gildissvið laganna, eða hvort að tilefni sé til þess að þeir ættu að gera það. Kafli 4 fjallar um friðhelgi einkalífs. Mikilvægt er að skoða réttinn til friðhelgi einkalífs sökum þess að áhrifavaldar birta persónuupplýsingar barna í markaðslegum tilgangi á samfélagsmiðlum. Í 5. kafla færist umfjöllunin nær kjarna ritgerðarefnisins en kaflinn fjallar um lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Farið verður yfir gildissvið laganna, tilteknar meginreglur og vinnsluheimildir sem hægt er að byggja á þegar áhrifavaldar vinna með persónuupplýsingar barna í markaðslegum tilgangi á samfélagsmiðlum. Í 6. kafla verður fjallað um meginviðfangsefni ritgerðarinnar, börn og samfélagsmiðla. Í kaflanum verður rætt um öra þróun samfélagsmiðla og hvernig þeir hafa breytt bæði samfélaginu og markaðsumhverfinu til muna. Þá hefur aukist að börn séu notuð í markaðsefni, allt frá unga aldri, þannig þau hafa hvorki vit né skilning á því að birtar séu upplýsingar um þau á netinu. Í lokin verður umfjöllunin tekin saman og ályktanir dregnar af því sem fjallað var um.
  Veita skal því athygli að samfélagsmiðlar eru orðnir hluti af daglegu lífi flestra. Aukinni tækni fylgja ný álitaefni sem erfitt getur verið að leysa úr vegna þess að oft er um að ræða tilfelli sem löggjafinn sá ekki fyrir við setningu laga. Höfundur telur að samfélagsmiðlar séu dæmi um slíkt, sérstaklega þegar litið er til þess hvernig hlutverk samfélagsmiðla þróaðist hratt á stuttum tíma, en fyrst var um að ræða samskiptamiðla einstaklinga en í dag er um að ræða stóran vettvang markaðssetningar og viðskipta. Ákvörðunarvald um einkamálefni ungra barna, sem hvorki hafa aldur né þroska til þess að skilja afleiðingar ákvarðanna, er alfarið í höndum foreldra og forsjáraðila. Hins vegar þurfa foreldrar alltaf að hafa hag barnsins fyrir brjósti og taka ákvörðun út frá því hvað sé barninu fyrir bestu, enda eru börn einstaklingar með sjálfstæð réttindi sem þarfnast sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Þá er einnig mikilvægt að horfa til framtíðar, en þó að ákvörðun hafi ekki augljósar afleiðingar fyrir barn að svo stöddu getur hún haft þær í framtíðinni.

Accepted: 
 • Jan 6, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34673


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlýsing.pdf182.25 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Meistararitgerð USH loka.pdf997.5 kBLocked Until...2050/01/06Complete TextPDF