is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34676

Titill: 
  • "Ein af strákunum" Stúlkur í hefðbundnum karlagreinum í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu og upplifun stúlkna á aldrinum 18 til 25 ára í hefðbundnum karlagreinum í framhaldsskólum. Kannað var hvað stýrði vali þeirra á námsbraut, hvers konar stuðning þær hafa fengið, helstu hindranir og hvaða viðmóti þær mættu. Rannsóknin byggir viðtölum við níu stúlkur á námsbrautum sem flokkast undir mannvirkja- og byggingagreinar og raf- og véltæknigreinar í tveimur framhaldsskólum. Niðurstöður sýna að reynsla og upplifun stúlknanna af náminu er jákvæð og þeim hefur verið vel tekið af kennurum og samnemendum. Stúlkurnar fengu góðan stuðning frá sínum nánustu. Flestar þeirra höfðu fólk með iðnmenntun í sínu nánasta umhverfi og karlfyrirmynd. Þrátt fyrir jákvæða reynslu af námsbrautunum og stuðning frá umhverfinu voru ýmsar hindranir sem stúlkurnar upplifðu eins og að vera eina stúlkan, fordóma gagnvart iðnnámi og skort á trú á eigin getu í faginu. Þær bentu á að það þurfi meiri fræðslu um nám og störf í grunnskólum, fræðslan þurfi að byrja fyrr en nú er og stúlkur verði að fá tækifæri til að prófa verk- og iðngreinar. Eins bentu þær á mikilvægi kvenfyrirmynda í störfum sem eru óhefðbundin fyrir konur. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa mikilvæga innsýn í hvað hefur áhrif á námsval stúlkna sem velja nám sem telst óhefðbundið fyrir stúlkur. Hvernig það er að vera eina stúlkan eða ein af fáum á námsbraut sem telst hefðbundin karlagrein og hvernig náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum geta vakið áhuga fleiri stúlkna á verk- og iðnnámi.

Samþykkt: 
  • 6.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf744.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf289.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF