is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34677

Titill: 
  • „Ef þú vilt komast inn í samfélag, þá er háskólinn sú stofnun sem aðstoðar þig við að gerast þátttakandi í því samfélagi.“ Æðri menntun fyrir frekari aðlögun flóttafólks
  • Titill er á ensku „If you want to get into a society, the school is like the institution that helps you become a member of the society.“ Tertiary education for further integration of refugees
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hindranir flóttafólks að æðri menntun á Íslandi og hvernig aukinn aðgangur að háskólanámi getur stuðlað að árangursríkari aðlögun þeirra. Ritgerð þessi byggist á eigindlegri rannsókn á þeim hindrunum sem mæta flóttafólki í leit að háskólanámi á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að greina þær kerfislægu hindranir sem standa í vegi fyrir æðri menntun flóttafólks á Íslandi og varpa ljósi á hvernig aukinn aðgangur þeirra að námi getur aðstoðað þau við aðlögun að íslensku samfélagi. Gagna var aflað með eigindlegum rannóknaraðferðum, m.a. voru tekin viðtöl við fimm einstaklinga sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Þar að auki var tekið viðtal við starfsmann matsskrifstofunnar ENIC/NARIC, sem metur erlent nám og hefur því mikla reynslu af háskólanámi flóttafólks. Auk viðtalanna var stuðst við rannsóknir, bæði erlendar sem og íslenskar, sem gerðar hafa verið um æðri menntun flóttafólks.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að helstu hindranir flóttafólks í námi á Íslandi væru tungumálakunnátta, fjárhagslegir erfiðleikar og skortur á upplýsingum. Þau úrræði sem eru í boði til að tryggja flóttafólki jöfn tækifæri til náms, gera ekki ráð fyrir skorti þeirra á möguleikum til að geta í raun nýtt sér þau tækifæri. Skert íslensku- og enskukunnátta flóttafólks og háar tungumálakröfur háskólanna ýtir þeim í burtu frá æðri menntun auk þess sem skortur á upplýsingum leiðir til mikillar óvissu meðal þeirra. Einnig sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að nám getur komið í veg fyrir einangrun, aukið félagslíf flóttafólks og bætt andlega líðan þeirra. Frekara aðgengi flóttafólks að námi stuðlar því að árangursríkari aðlögun þeirra.

Samþykkt: 
  • 6.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-AnastasiaJonsdottir.docx.pdf800.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf198.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF