en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34679

Title: 
 • Title is in Icelandic Kyn- og frjósemisréttindi kvenna í friðar- og öryggisstefnum ríkja
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Árið 2000 lagði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fram ályktun 1325, um konur, frið og öryggi. Þetta var í fyrsta sinn sem sérstaða kvenna á átakasvæðum og mikilvægi kvenna til friðar- og öryggismála voru viðurkennd. Til að tryggja framfarir og eftirfylgni var ríkjum ráðlagt að leggja fram aðgerðaáætlun með áherslu á verndun kvenna gegn mannréttindabrotum, réttaröryggi þeirra og þátttökurétt í friðaruppbyggingu. Ályktunin er afrakstur þrotlausrar baráttu femínískra aðgerðasinna og kvennahreyfinga fyrir bættum lífsskilyrðum kvenna um allan heim.
  Á liðnum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú tveimur áratugum seinna hefur öryggisráðið lagt fram alls tíu ályktanir um konur, frið og öryggi og með þeim sýnt fordæmi fyrir aukinni jafnréttisvæðingu. Fram til þessa hafa 83 þjóðir komið í verk aðgerðaáætlunum sem viljayfirlýsingu stjórnvalda til umbóta. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort kyn- og frjósemisréttinda kvenna sé gætt, ásamt því að kanna nánar hugmyndina um ólíka nálgun ríkja að réttindum kvenna innan áætlananna. Tilgangur rannsóknarinnar er jafnframt að setja fram fræðilegan grunn að hugmyndinni um kyn- og frjósemisréttindi í friðar- og öryggismálum ásamt því að birta gögn til frekari rannsókna.
  Rannsóknin er túlkandi tilviksrannsókn með áherslu á femínísk fræði. Helstu niðurstöður hennar benda til þess að kyn- og frjósemisréttinda sé ekki gætt innan aðgerðaáætlana ríkja. Þá er einnig töluverður munur á nálgun þjóða að kyn- og frjósemisréttindum, sem og framlagi þeirra, færni og vilja til þess að bæta óásættanleg lífsskilyrði kvenna. Niðurstöðurnar eru merki um skort á vandvirkni og raunverulegri getu ríkja til að takast á við vandann. Þrátt fyrir að mörgu hafi verið áorkað á undanförnum árum má búast við áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti og viðunandi lífsskilyrðum kvenna og stúlkna um ókomna tíð.

 • In the year 2000 the United Nations Security Council issued a resolution 1325 on women, peace and security. This was the first time that women's uniqueness in conflict areas and the importance of women in peace and security affairs were recognized. In order to secure progress and follow-up, states were advised to submit an action plan designed to protect women against human rights violations and ensure women's judicial security and their participation in peace-building. The resolution is a result of the continuous battle of feminist activists and women's movements to improve the living conditions of women around the world.
  Since then a lot of water has flowed under the bridge. Now, two decades later, the Security Council has presented a total of ten resolutions on women, peace and security, setting an example for increased gender equality. Up until now 83 nations have adopted action plans as a government declaration of intent for improvement. The aim of the study is to examine if and how women’s sexual- and reproductive rights are mentioned by examining more closely the idea of different approaches by states in the national action plans. The purpose of the study is to provide a theoretical basis for the concept of sexual- and reproductive rights in peace and security as well as publishing data for further research on the subject.
  The study is an interpretive case study with an emphasis on the feminist theory. The main findings of the research indicate that sexual- and reproductive rights are not being enforced within national action plans. There are considerable differences in the countries’ approach to sexual- and reproductive rights, as well as their contributions, skills and willingness to improve the unacceptable living conditions of women. The results are evidence of a lack of proficiency and capacity of states to address the problem. Although a lot has been achieved in recent years, the continuing struggle for equality and acceptable living conditions for women and girls may be expected to last for the unforeseen future.

Sponsor: 
 • Sponsor is in Icelandic Verkefnið var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands.
Accepted: 
 • Jan 7, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34679


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kyn- og frjósemisréttindi kvenna í friðar- og öryggisstefnum ríkja.pdf1.37 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf209.32 kBLockedDeclaration of AccessPDF