is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34680

Titill: 
 • Fórnarkostnaður foreldra á vinnumarkaði: Hver er staðan á Íslandi?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vísbendingar eru um að kynjamisrétti á vinnumarkaði sé ekki lengur til staðar séu bæði kynin barnlaus. Hins vegar er óljóst hvað gerist þegar konur og karlar verða foreldrar. Á meðan sumar rannsóknir sýna vísbendingar um að einstaklingar hafi minni áhuga á að bjóða mæðrum í atvinnuviðtal samanborið við feður og barnlaus fólk þá eru aðrar rannsóknir sem sýna að svo sé ekki. Staðalmyndir kynjanna hafa oft verið nefndar sem möguleg skýring ef skekkja myndast við mat á umsækjendum. Rannsóknir hafa sýnt að viðeigandi upplýsingar um umsækjendur geta hindrað skekkjur. Hins vegar hefur komið í ljós að mögulega á það aðeins við um eina tegund staðalmynda.
  Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna áhrif kyns og barneigna á skynjun á hæfni, skynjun á skuldbindingu og boð í atvinnuviðtal. Og hins vegar hvort að hugmyndir einstaklinga um lýsandi og skipandi staðalmyndir kynjanna hafi áhrif á boð í atvinnuviðtal eftir því hvort umsækjandi er móðir, faðir, barnlaus kona eða barnlaus karl.
  Notast var við 2 (kyn) x2 (barneignir) tilraunsnið þar sem þátttakendum var skipt handahófskennt í fjóra hópa. Allir þátttakendurnir sáu atvinnuauglýsingu og svo fékk einn hópurinn umsókn móður, annar umsókn barnlausrar konu, þriðji umsókn föðurs og fjórði umsókn barnlauss karls, að öðru leyti voru umsóknirnar eins. Þátttakendur mátu skynjaða hæfni og skynjaða skuldbindingu umsækjandans ásamt því hvort þeir töldu að bjóða ætti umsækjandanum í atvinnuviðtal. Næst svöruðu þátttakendur spurningum um staðalmyndir kynjanna. Spurningalistinn var hannaður út frá fyrri rannsóknum. Alls tóku 817 manns þátt.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki fannst munur á skynjun á hæfni, skynjun á skuldbindingu né boði í atvinnuviðtal eftir því hvort umsækjandi var móðir, faðir, barnlaus kona eða barnlaus karl. Að auki sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að hvorki lýsandi né skipandi staðalmyndir einstaklinga spáðu fyrir um hvort einstaklingar mæltu með að bjóða umsækjendum í atvinnuviðtal eftir kyni og barneignum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna engin merki um mismunun hvorki eftir kyni né barneignum.

Samþykkt: 
 • 7.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Heiðdís Lóa Óskarsdóttir.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf292.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF