en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34684

Title: 
 • Title is in Icelandic Matvælaöryggi á sveitarstjórnarstigi á Íslandi: Matvælaeftirlit heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerð þessi fjallar um stjórnsýslu og starf heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Áhersla er á matvælaöryggi þar sem nefndunum er falið veigamikið hlutverk í matvælaeftirliti á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna getu heilbrigðisnefnda til að sinna eftirlitshlutverki sínu á sviði matvælaöryggis.
  Í fræðilegri umfjöllun er fjallað um opinbert eftirlit og sjálfstæðar eftirlitsstofnanir ásamt viðmiðum um góða starfshætti eftirlitsstofnana. Fjallað er um staðsetningu eftirlitshlutverka hjá ríki eða sveitarfélögum og reynslu Breta, Finna og Norðmanna af matvælaeftirliti á sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er fjallað um samráðskerfi hjá hinu opinbera. Farið er yfir sögu, hlutverk og fjármögnun heilbrigðisnefnda. Einnig er stjórnsýsluleg uppbygging og þróun matvælaeftirlits á Íslandi rakin.
  Rannsóknin byggist á eigindlegum viðtölum sem voru tekin við heilbrigðisnefndarmenn með skipunartíma árin 2018-2022. Viðtöl voru tekin við átta nefndarmenn, þar af fjóra formenn og fjóra almenna nefndarmenn víðsvegar á landinu. Áhersla var lögð á að tengja niðurstöður viðtalanna við fræðilega umfjöllun ritgerðarinnar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að mikið vanti upp á stjórnsýslulega uppbyggingu og starf nefndanna til að uppfylla viðmið OECD um góða starfshætti eftirlitsstofnana. Uppbygging nefndanna er ekki með þeim hætti að hægt sé að forðast ótilhlýðileg áhrif á störf og ákvarðanir þeirra. Nefndarmenn eru skipaðir vegna þátttöku sinnar í flokkapólitík á sveitarstjórnarstigi. Um er að ræða samráðsnefndir þar sem hver nefnd hefur fulltrúa úr atvinnulífinu. Nefndarmenn hafa almennt litla þekkingu á stjórnsýslu matvælaöryggismála og framfylgdaraðgerðum sem þeim eru faldar. Stefnumótun og frammistöðumat nefndanna á sviði matvælaeftirlits er takmarkað. Flestir nefndarmanna eru jákvæðir fyrir tilfærslu matvælaeftirlits á ríkisstig m.a. vegna kostnaðar sveitarfélaganna við rekstur eftirlitsins. Viðmælendur töldu núverandi fyrirkomulag hafa styrkleika vegna nálægðar við nærsamfélagið.

Accepted: 
 • Jan 7, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34684


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MPA_BerglindOskAlfredsdottir_januar2020_pdf.pdf759.42 kBLocked Until...2030/01/01Complete TextPDF
yfirlysing_skemman_BerglindOskAlfredsdottir.pdf53.99 kBLockedDeclaration of AccessPDF