is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34685

Titill: 
  • Bókmenntaverkið á Twitter
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvernig bókahöfundar hegða sér á samfélagsmiðlum þá sérstaklega þegar það kemur að því að ræða verk þeirra. Sérstaklega er skoðað hvernig J. K. Rowling hefur rætt efni verka sinna, Harry Potter og Fantastic Beasts and Where to Find Them. Notast er við kenningar Michel Foucault og Roland Barthes um „höfundinn“, ásamt kenningum Wolfgang Isers og Gerard Genette um hvernig við lesum bókmenntaverk. Í nýju umhverfi samfélagsmiðla á seinustu árum hefur opnast nýr vettvangur fyrir höfunda og lesendur til að ræða verk og skoðanir sem eru mun aðgengilegri en hefur áður þekkst. Með miðlinum og gagnagrunninum Goodreads geta höfundar og lesendur til dæmis komið saman og rætt bækur og gefið þeim gagnrýni, annars staðar hafa aðdáendur ákveðinna verka komið saman og skapað sinn eigin skáldskap byggðan á verkum annarra.
    Kenningar mannfræðingsins Arjun Appadurai um ímyndunarafl og hvernig það hefur orðið að sameiginlegri eign samfélagsins frekar en eitthvað sem á heima hjá einstaklingum eru notaðar til að útskýra slíkan skáldskap. Ásamt því er vald höfundarins skoðað og réttmæti þess að höfundurinn notist við samfélagsmiðla til að breyta efni verks síns eftir útgáfu þess. Eins og kenning Foucault um nafn höfundarins þá hefur höfundanafnið sjálft ákveðið vald og út frá því er hægt að álykta að höfundurinn hefur meira vald á samfélagsmiðlum til að breyta og tala um verkið sitt en aðrir. Rýnt er í mismunandi hlutverk sem höfundurinn tekur að sér þegar hann fer á samfélagsmiðla og ræðir verkin sín, t.d. sem aðdáandi og gagnrýnandi eigin verka. Lesandinn sjálfur verður að stjórna hvaða vald hann vill gefa höfundinum yfir textanum en það má þó ekki afneita valdi höfundarins yfir honum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ LOKAÚTGÁFA-converted.pdf298.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg84.64 kBLokaðurYfirlýsingJPG