is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34690

Titill: 
  • Kakóserimóníur: Notkun kakós á 21. öldinni í heilunar og slökunar tilgangi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Áhugi á óhefðbundnum meðferðarformum fer vaxandi þar sem lögð er áhersla á heildrænt samband huga, líkama og sálar. Birtist það meðal annars í auknum áhuga fólks á kakóserimóníum. Kakóserimóníur eru af talsmönnum þeirra taldar hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en hafa þó ekki verið viðurkenndar sem slíkar innan heilbrigðiskerfisins. Í þessari ritgerð er, með mannfræðina að vopni, rýnt í fyrirbærið kakóserimóníur, hvaðan þær koma og hvernig kakóserimóníur eru endurvaktar sem óhefðbundið meðferðarúrræði og hvernig þær eru framsettar á Íslandi sem og erlendis í anda síð-nýaldar. Þá er rýnt í nýaldarhreyfinguna því kakóserimóníur í dag eiga rætur sínar að rekja þangað. Jafnframt verður gert grein fyrir einu af aðaleinkennum nýaldarinnar sem er að taka eitthvað gamalt, gjarnan úr gömlum óvestrænum hefðum og gera þær að nýjum í vestrænu samfélagi. Er það sýnilegt í því hvernig fengið er að láni kakó frá Mesóameríku, jóga frá Indlandi og tónheilun sem á uppruna sinn í Tíbet og víðar og aðlagað að kakóserimóníum. Ekki liggja fyrir rannsóknir á þessari ný endurvöktu útgáfu á kakóserimóníum en rýnt er í uppruna kakósins í Mesóameríka, þróun þess yfir tíma og táknræna notkun þess. Sú hugmynd að kakóserimóníur geti verið meðferðarúrræði til að ná slökun, heilun og bættri heilsu er margþætt, því ekki eru til neinar vísindalegar sannanir fyrir því. Þó er vert er að hafa í huga að vesturlandabúar, Íslendingar þar með taldir, séu að sækja í kakóserimóníur í leit að heilandi og heilsubætandi áhrifum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Lilja Dögg Tryggvadóttir.pdf389,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing(2).pdf93,29 kBLokaðurYfirlýsingPDF