is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34692

Titill: 
  • Kynslóðamunur í enskuframburði íslenskra barna: Áhrif aldurs og ílags á yfirfærslu aðblásturs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til BA-prófs í íslensku. Könnun var gerð á enskuframburði 30 íslenskra, eintyngdra barna og kannað hvort þau beittu aðblæstri í enskuframburði sínum. Aðblástursreglan er virk hljóðkerfisregla í íslensku og eitt megineinkenni íslensks hreims. Eintyngdir einstaklingar yfirfæra hreim móðurmálsins yfirleitt á önnur tungumál. Ef börnin sem voru til athugunar búa einungis yfir hljóðkerfisreglum íslensks hljóðkerfis má búast við að þau noti íslensku aðblástursregluna þar sem það á við þegar þau bera fram ensk orð.
    Niðurstöður könnunarinnar sýndu hins vegar að það var fremur sjaldgæft að þau börn sem voru undir 9 ára aldri, af þeim 30 sem skoðuð voru, beittu aðblæstri í enskuframburði en það bendir til þess að enska þeirra sé laus við eitt helsta einkenni íslensks hreims. Marktæk fylgni kom fram milli hlutfalls aðblásturs í enskuframburði barnanna og aldurs þeirra sem bendir til þess að þar sé um tengsl að ræða en ekki fundust tengsl milli hlutfalls aðblásturs og hlutfalls ensks máláreitis í umhverfi þeirra. Niðurstöðurnar benda enn fremur til ákveðins kynslóðabils á yfirfærslu íslensks hreims í enskuframburði barnanna. Þannig var hlutfall aðblásturs einstaklega lágt hjá 6-9 ára börnum þegar þau báru fram ensk orð en 13-14 ára börn voru með yfir 50% aðblástur í öllum ensku orðanna, að undanskildu einu.
    Gögnin sem notuð voru í könnuninni eru fengin úr öndvegisverkefninu Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis sem fór fram á árunum 2016-2019. Hvatinn að verkefninu voru þær viðamiklu breytingar sem íslenskt málsamfélag hefur tekið á síðastliðnum áratug. Þær fela í sér stóraukið enskuáreiti og eru tilkomnar vegna aukinnar alþjóðavæðingar og snjalltækjavæðingar, ásamt hröðum framförum á sviðum tækni og tölvustýrðra tækja. Afleiðingarnar eru sífellt nánara sambýli íslenskunnar við ensku en enska í daglegu lífi Íslendinga er bæði orðin mikil og nær nú til ungra barna sem eru á sínu næmasta máltökuskeiði. Spjaldtölvunotkun og enskt afþreyingarefni hefur þannig aukist svo um munar í lífi íslenskra barna og verða þau almennt fyrr notendur netsins en fyrir örfáum árum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Birna Pálsdóttir.pdf432.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf39.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF