is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34695

Titill: 
  • „Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum..“ Greining á samtölum þingmanna á Klausturbar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynjakerfið skipar stóran sess í lífi okkar og það er innan þess sem finna má hugmyndir um kvenleika og karlmennsku. Innan kynjakerfisins verða til valdatengsl á milli kynjanna þar sem karlar fá forskot á mörgum sviðum samfélagsins. Slík valdatengsl má sjá á Alþingi sem í gegnum tíðina hefur verið karllægur vinnustaður. Markmið þessa verkefnis er að skoða hver staða kvenna er á Alþingi í ljósi kynjaðra valdatengsla. Í upptökum af samtali sex þingmanna á Klausturbar í nóvember 2018 var mikið rætt um þingkonur og byggir rannsóknin á samtölum þeirra sem snéru að fyrrverandi og núverandi þingkonum. Samtölin voru orðræðugreind og sett í samhengi við stöðu kvenna á vettvangi stjórnmálanna, konur sem starfa í leiðtogahlutverkum, nauðgunarmenningu og kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Helstu niðurstöður eru að út frá upptökunum standa konur ekki jafnar körlum á Alþingi. Störf þeirra eru ekki dæmd út frá hæfni heldur er frekar litið til kyns þeirra og útlits til að meta getu þeirra sem stjórnmálakonur. Þau ójöfnu valdatengsl sem finna má innan Alþingis skapar umhverfi þar sem nauðgunarmenning getur fengið að viðgangast og í stað þess að horfast í augu við alvarleika og algengi kynferðislegs áreitis er frekar reynt að réttlæta slíka hegðun.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð Linda Þorleifsdóttir.pdf488.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf33.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF