is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34697

Titill: 
 • Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna: áhrif þeirra á gengisáhættu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslenskir lífeyrissjóðir hafa á undangengnum árum ekki getað starfað á sömu forsendum og aðrir lífeyrissjóðir í öðrum löndum, sökum gjaldeyrishafta sem afnumin voru árið 2017. Gjaldeyrishöftin voru við líði frá 2008-2017 sem varð til þess að íslenskir lífeyrissjóðir gátu ekki bætt nýjum erlendum eignum við eignasafn sitt nema með
  verulegum takmörkunum. Í kjölfarið varð eignarhald þeirra á innlendum verðbréfum töluvert meira en ella ásamt því að sjóðirnir juku útlánastarfsemi sína. Því hafa sjóðirnir, eftir afnám gjaldeyrishaftanna horft til þess að auka vægi erlendra eigna í eignasafni sínu.
  Í þessari ritgerð verða erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna og áhrif þeirra á gengisáhættu skoðaðar á tímabilinu frá því rétt áður en höft voru sett á þar til rétt eftir að þau voru afnumin eða frá 2005-2018. Byrjað er á almennri umfjöllun um lífeyriskerfi og tilgang þeirra ásamt því að fjalla stuttlega um alþjóðlegar áskoranir lífeyriskerfa.
  Síðan er gerð grein fyrir íslenska lífeyriskerfinu, hvernig það er uppbyggt og hver er staða þess í alþjóðlegum samanburði. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina eru svo raktar þar sem ástæður fyrir sérstökum áhuga þeirra á erlendum fjárfestingum eftir 2017 eru skoðaðar. Einnig er stiklað á stóru í umfjöllun um horfur á heimsvísu og vandamál sem aðrir erlendir lífeyrissjóðir, sambærilegir Íslandi standa frammi fyrir.
  Þá er fjárfestingaþörf sjóðanna rakin og söguleg ávöxtun á erlendum eignum skoðuðnánar. Með erlendum fjárfestingum fylgir gengisáhætta og eru áhrif hennar rakin nánar og skoðað hvernig einstakir sjóðir geta varið sig fyrir henni. Í lokin er svo skoðað hvort
  íslenskur gjaldeyrismarkaður geti staðið undir allri þessari erlendu fjárfestingu.
  Helstu niðurstöður voru að raunávöxtun erlendra eigna þriggja stærstu lífeyrissjóða á Íslandi frá 2005-2018 var almennt hærri heldur en hjá sjóðunum í heild. Einnig kom í ljós að erlendur eignavöxtur sjóðanna hefur verið mikill og þá sérstaklega fyrstu átta mánuði 2019 vegna ávöxtunar og gengislækkunar íslensku krónunnar Við nánari skoðun á því
  hvort auknar erlendar fjárfestingar sjóðanna gætu leitt til ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði kom í ljós að fræðimenn eru ekki almennt sammála. Gögnin benda hinsvegar til þess að viðskiptaafgangur muni dragast saman á næstu árum eftir 2019 sem gæti skapað sveiflur í raungengi og þannig ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Ef horft er til lengri tíma er óvissan ennþá töluverð og ekki hægt að álykta um þróun viðskiptajafnaðar.

Samþykkt: 
 • 7.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnarMarHannesson_lokaritgerd.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing..pdf922.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF