Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34698
Viðfangsefni ritgerðarinnar var að skoða birtingaáætlanir og tímasetningar auglýsinganna. Mikilvægt er að réttir miðlar séu valdir til að auglýsingarnar hafi tilætluð áhrif á neytendur og að þessar birtingar séu rétt tímasettar. Með þessu móti má koma í veg fyrir sóun á fjármagni sem fyrirtæki setur í kynningarmálin.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða birtingaáætlanir með sérstöku tilliti til tímasetninga, þ.e. hvenær skilaboðunum er komið til viðeigandi markhóps. Rannsakandi lagði upp með að skrá hjá sér allar þær auglýsingar sem þannig voru tímasettar, að eitthvað var athugavert við framsetninguna á þeim, frá september til loka desember. Voru skráðar niður auglýsingar sem áttu við ákveðna dagsetningu sem liðin var. Tekið var viðtal við sérfræðing í gerð birtingaáætlana til að fá dýpri skilning á viðfangsefninu.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að réttir miðlar þurfa að vera valdir fyrir réttan markhóp, svo það sé mögulegt þurfa að vera til gögn sem hægt er að styðjast við. Þar af leiðandi eru til dæmis rafrænar ljósvakamælingar mikilvægar fyrir birtingahúsin í landinu til þess að hægt sé að taka ákvarðanir um birtingar auglýsinganna. Kom í ljós að rafrænar mælingar eru einnig mikilvægar fyrir ákvarðanatöku um hvenær birta eigi auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi.
Annað vandamál sem þarf að athuga nánar er að kerfin sem senda út rafrænar auglýsingar eru að bregðast auglýsingastofunum með því að senda auglýsingarnar út á röngum tíma, en það getur verið vegna kerfisvilla sem þyrfti þá að laga. Jafnframt kom í ljós að benda þarf fyrirtækjunum á að búa til auglýsingarnar sem eru tímalausar og er þar af leiðandi hægt að senda þær út hvenær sem er ef á þarf að halda. Myndi ég hvetja til þess að frekari rannsóknir yrðu gerðar á auglýsingunum sem eru rangt tímasettar og ættu þess vegna ekki að vera sýndar. Þar sem það getur skaðað ímynd fyrirtækjanna og er sóun á peningunum þeirra miðað við hversu mikið fjárfest er í auglýsingum á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjóla Ósk Guðmundsdóttir- LOKA.pdf | 1.37 MB | Lokaður til...09.01.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing Fjóla Ósk.pdf | 434.58 kB | Lokaður | Yfirlýsing |