is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34701

Titill: 
  • „Það er ekkert sem segir að bein lína sé fallegri heldur en óbein" Rannsókn á neðanjarðarhúðflúrmenningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er 12 eininga lokaverkefni til BA-gráðu í þjóðfræði. Í þessari rannsókn er verið að skoða hvað býr að baki þegar ungt fólk kýs að fá sér húðflúr í heimahúsum en ekki á hefðbundinn hátt á leyfisskyldum stofum. Leiðbeinandi ritgerðarinnar er Elsa Ósk Alfreðsdóttir aðjúnkt við Háskóla Íslands.
    Ritgerðin er greinargerð á þjóðfræðilegri rannsókn sem var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru djúpviðtöl við þrjá einstaklinga, karlmann og tvær konur, sem eru þátttakendur í sérstöku húðflúrsamfélagi/menningarkima. Rannsóknin hafði það meginmarkmið að skoða hvers vegna og hvernig húðflúrhefðin varð hluti af róttækri lífssýn viðmælenda. Þá leitast rannsóknin við að svara hvernig menningarsamfélagið sem viðmælendur hrærast í hefur haft áhrif á gildi þeirra, viðmið og lífsviðhorf. Eins er skoðað hvar viðmælendur staðsetja sig í hinu samfélagslega mengi og að lokum er velt upp mögulegum áhrifum samfélagsbreytinga.
    Helstu niðurstöður sýna að viðmælendur leggja áherslu á að staðsetja sig utan hins viðtekna og almenna. Þau sýna ákveðið andóf gegn meginstraumnum og hvers kyns valdi. Þá eiga frásagnirnar það sammerkt að þar birtast sterkt einkenni hópamyndunar og aðgreiningar. Hópurinn er skilmerkilega skilgreindur og hann teiknast upp í frásögninni með sterkum litum og skýrum línum. Myndin sem er dregin upp sýnir hversu djúpstæða persónulega þýðingu húðflúrið getur haft fyrir einstaklinginn. Húðflúr er einnig sterkt sameingarafl sem afmarkar hópa og styrkir umgjörð þeirra en aðferðir, athafnir og myndefni eru sértæk og aðgreinandi. Þá kemur í ljós að viðmælendur leggja mikla áherslu „DIY“-hefðina (að gera sjálf). Þessi hefð varð sérlega áberandi eftir bankahrunið haustið 2008 og fjöldi vefsíðna eins og Pinterest bera því vitni. Það var einmitt í kjölfar hrunsins sem viðmælendur tóku til við húðflúra sig sjálf og hvert annað í heimahúsum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fullsizeoutput_39e0.jpeg1,18 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Lagfært Final_Wordskjal_BA - Ritgerð_Anna K Káradóttir (1).pdf801,34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna