is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34703

Titill: 
 • Verðmat sprota- og vaxtarfyrirtækja Áskoranir og tækifæri
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er verðmat sprotafyrirtækja rannsakað út frá fræðilegu og hagnýtu sjónarhorni. Rannsókn ritgerðarinnar snýr að samanburði niðurstaðna verðmats sprotafyrirtækja eftir mismunandi aðferðum sem bornar eru saman. Rannsakað var hvort auka megi gæði verðmats með því að taka mið af þeim iðnaði sem fyrirtækið starfar í annars vegar og hins vegar hvort vaxtaraðferð gefi nákvæma mynd af verðmati hugbúnaðarsprotafyrirtækja.
  Greind voru verðmöt 3.064 sprotafyrirtækja. Verðmöt fyrirtækjanna byggja á vegnu meðaltali þeirra fimm verðmatsaðferða sem mest eru notaðar þegar verðmat er framkvæmt á sprotafyrirtækjum. Aðferðirnar fimm eru: skorkortsaðferðin, gátlistaaðferðin, sjóðaaðferðin, vaxtaraðferðin og kennitöluaðferðin.
  Gerður var samanburður á hverri aðferð við meðalverðmat þess fyrirtækis og marktæknispróf framkvæmt. Greind var hagnýt tölfræði hverrar verðmatsaðferðar auk þess að kannað hvort niðurstaða hverrar aðferðar sé marktækt frábrugðin meðaltali, annars vegar fyrir sprotafyrirtækin í heild og hins vegar eftir iðnaði (smásölu-, hugbúnaðar- og líftæknisprotafyrirtæki í þessari rannsókn).
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðferðirnar fimm ýmist of eða vanmeti virði fyrirtækja en þó mismikið. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að aðferðirnar fimm skili sérstaklega ónákvæmu verðmati þegar um líftækni- og hugbúnaðarsprotafyrirtæki sé að ræða.
  Einnig kom í ljós áhugavert samband jaðarkostnaðar fyrirtækja þess iðnaðar sem var greindur og hlutfallsleg niðurstaða samanburðar- og sjóðstreymisaðferða. Lýsir sambandið sér á þannig veg að því lægri sem jaðarkostnaður fyrirtækis er því lægra verðmati skila samanburðaraðferðir hlutfallslega miðað við sjóðstreymisaðferðir.
  Þegar kom að nákvæmni vaxtaraðferðar við verðmat hugbúnaðarsprota-fyrirtækja sýna niðurstöður rannsóknarinnar að aðferðin vanmeti virði hugbúnaðarsprotafyrirtækja 37% að meðtaltali og að fylgni þeirrar aðferðar við aðrar verðmatsaðferðir sé lág.

Samþykkt: 
 • 7.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jökull Jóhannsson kt. 271192-2829.pdf598.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
jokull_7.1.2020_12-02-36.pdf436.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF