is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34705

Titill: 
  • Heldur launafólk sínum hlut? Þróun framleiðni og launa á Íslandi 1973-2018
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Framleiðni og laun þróuðust nokkurn veginn á sama hraða í Bandaríkjunum eftir heimsstyrjöldina síðari og fram á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir það hafa laun hækkað miklu hægar en framleiðni og bil framleiðnistigs og launa breikkað. Höfundar greinarinnar Raising America‘s Pay telja þessa þróun vera eina helstu ástæðu aukins ójafnaðar í Bandaríkjunum sem hefur haft margvísleg áhrif á samfélag og hagkerfi og leitt til fjölgunar í hópi þeirra sem eru óánægðir með hlutskipti sitt. Þessi þróun hefur margvísleg áhrif á samfélög og hagkerfi. Samanburður launa- og framleiðniþróunar hefur ekki verið gerður á Íslandi. Markmið þessarar ritgerðar er að rekja framleiðni- og launaþróun á Íslandi síðustu 45 ára á tímabilinu 1973-2018, og skoða hvort sambærileg þróun hafi átt sér stað á Íslandi og í Bandaríkjunum. Til þess að svara rannsóknarspurningunni verður stuðst við hagvaxtarbókhalds Solows. Auk þess verður fjallað um rannsóknir á þróun ójafnaðar frá 10. áratug síðustu aldar og ástæður þeirra breytinga.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að laun á Íslandi jukust umfram framleiðni á árunum 1973-2018, öfugt við Bandaríkin. Þessarar þróunar fór að gæta seint á síðustu öld. Þegar tekjuskipting er skoðuð á því tímabili kemur í ljós að ójöfnuður jókst á tímabilinu þó heldur hafi dregið úr misskiptingunni á síðustu árum. Vaxandi ójöfnuð má fyrst og fremst rekja til skattkerfisbreytinga því ójöfnuður ráðstöfunartekna jókst umfram ójöfnuð heildartekna.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_Sólveig.pdf869.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf269.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF