is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34708

Titill: 
  • Frá Thomas Cook til Booking.com. Breyttar aðstæður í ferðaþjónustu.
  • Titill er á ensku From Thomas Cook to Booking.com. A new era in tourism.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu áratugum með tilkomu nýrrar tækni sem hefur opnað á möguleika sem áður voru ekki fyrir hendi. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn með þeim afleiðingum að rekstraraðilar í greininni horfa fram á breyttan veruleika. Fyrirtæki sem starfa á markaði rafrænnar bókunarþjónustu, eins og Booking.com, Expedia og fleiri hafa náð mikilli markaðshlutdeild með því að nýta nýjustu tækni sér til framdráttar.
    Í ritgerðinni er farið yfir þróun ferðaþjónustu innanlands sem og á alþjóðavísu. Áhersla er lögð á hvernig viðskiptalíkön gististaða hafa breyst í gengum tíðina með hliðsjón af rannsóknum. Jafnframt er farið yfir ástæður erfiðleika hjá eldri og hefðbundnari ferðaskrifstofum.
    Að því loknu er metið hvort að eitthvað ákveðið viðskiptalíkan sé hentugra en annað fyrir rekstraraðila á gistimarkaði. Niðurstöðurnar benda til að ekki sé ein rétt lausn fyrir alla aðila. Rafræn bókunarþjónusta geti hentað minni, sjálfstæðari rekstraraðilum gististaða en jafnframt er samningsstaða þeirra erfiðari en hjá stærri aðilum. Jafnan hafi rekstraraðilar val milli þriggja viðskiptalíkana sem veltur á því hvort þau kjósi að nýta sér þjónustu milliliða eða ekki. Notkun rafrænnar bókunarþjónustu hefur bæði kosti og galla í för með sér sem verður að meta hverju sinni. Fyrir innlenda aðila sem hyggjast veita ferðaþjónustu aðhald og eftirfylgni á Íslandi er ljóst að skortur er á gögnum. Frekari rannsókna er þörf til að skoða umfang og viðhorf rekstraraðila til rafrænnar bókunarþjónustu. Á meðan sú staða er uppi er hægt að nýta alþjóðlegar rannsóknir til viðmiðunar.

Samþykkt: 
  • 7.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf286.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF
HMGunnarsson_7.1.2020.pdf680.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna