is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34710

Titill: 
 • Efnaskiptaröskun hjá íslenskum hrossum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Efnaskiptaröskun (Equine metabolic syndrome, EMS) er samheiti yfir ýmis frávik í efnaskiptum hrossa sem auka hættu á hófsperru. Helstu einkenni EMS eru offita/og eða staðbundin fitusöfnun á makka og/eða lend, hækkun á insúlíni í blóði, óeðlileg insúlínsvörun við inngjöf glúkósa og hófsperra
  Markmið verkefnisins var að gera forathugun á umfangi EMS í hrossum hér á landi, út frá helstu einkennum sem hægt er að meta sjónrænt við eftirlit með velferð hrossa, án þess að greiningar hafi verið staðfestar með sértækum prófum. Einnig var markmiðið að lýsa í grófum dráttum aðstæðum hrossa sem bera sýnileg einkenni sjúkdómsins. Rafrænn spurningalisti var sendur á dýraeftirlitsmenn og eftirlits dýralækna Matvælastofnunar með ósk um eitt svar frá hverju eftirlitsumdæmi.
  Könnunin staðfesti að EMS er útbreiddur sjúkdómur í hrossum hér á landi. Oftast er um að ræða stök tilfelli í smáum hjörðum 10 hross) en einnig getur verið um hjarð vandamál að ræða. Eldri hryssur eru líklegastar til að bera einkenni sjúkdómsins.
  Eigendur þurfa að vera með vitaðir um fóðurþarfir hrossa og holdafar. Offóðrun getur verið hættuleg og eru hross sérstaklega viðkvæm fyrir fóðri sem inniheldur mikið af léttleysanlegum sykrum og sterkju. Hross þurfa mikla hreyfingu en verkefnalaus geldhross eru í mestri hættu á að fitna og þróa með sér sjúkdóminn.

Samþykkt: 
 • 7.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð _BerglindÝrIngvarsdóttir_lokaskil.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna