is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34716

Titill: 
  • Að lifa með eða á náttúrunni: Tvíhyggja í sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samspil manns og náttúru er margþætt og hefur lengi verið til umræðu í vísindum, listum og trúarbrögðum, enda margar breytur sem skarast inn í þá umræðu og hugtakið náttúra víðtækt. Algengt er að manninum og náttúrunni sé stillt upp sem andstæðum bæði innan mannfræðinnar og í orðræðu samtímans. Rökræðan snýst um hvort maðurinn og manngerðir hlutir séu hluti af náttúrunni eða hvort náttúran og maðurinn séu andstæður. Fræðimenn á mörgum sviðum hafa velt þessari mikilvægu spurningu fyrir sér í tímans rás og margar kenningar komið fram bæði á vettvangi vistfræðilegra vísinda og félagsvísinda og allt til trúarbragða. Í samhengi við þessa orðræðu sem getið er hér að ofan mun ég í verkefni þessu skoða sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og hvernig okkur sem þjóð hefur tekist að lifa og starfa út frá þeim grunngildum sem hún er samsett af. Er raunveruleikinn annar en ímynd sjálfsmyndarinnar? Á þann hátt leitast ég við að greina hvort Íslendingar lifi í sátt við sína sjálfsmynd eða í mótsögn við hana út frá kenningum mannfræðinnar um samveruleika manna í umhverfi sínu og viðhorfa mannsins til náttúrunnar. Flestir eru sammála um að framan af hafi maðurinn lifað sem hluti af náttúrunni en með tilkomu tækniþróunar hafi hann fjarlægst náttúruna. Undanfarið hefur umræðan tekið stakkaskiptum þar sem ágangur mannkyns á náttúru er talin óhóflegur. Eins gagnrýna ýmsir fræðimenn samtímans að svokölluð tvíhyggja leiði af sér afbrigðilega hugmyndafræði og að andstæðupörun manns og náttúru komi í veg fyrir vistfræðilegan skilning. Viðhorf tvíhyggjunnar um menningu og náttúru eru samofin sögu mannsins og trúarbrögðum meðal annars. Margir fræðimenn telja að með náinni samvinnu félagsvísinda og vistfræðilegra vísinda sé hægt að vinna gegn rótgrónu viðhorfi mannsins sem felur í sér eignun og yfirráð á náttúrunni. Niðurstaðan er margþætt en draga má út úr umræðunni að sjálfsmynd Íslendinga býr yfir tvískinnungi sem má rekja til ólíkra þjóðernissinnaðra viðhorfa sem annars vegar birtast í ferðamannaiðnaði og hins vegar í virkjanastefnu.

Samþykkt: 
  • 8.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing_Stella A. Guðmundsdóttir .pdf8,77 MBLokaðurYfirlýsingPDF
BA RITGERÐ_Stella A. Guðmundsdóttir_2.pdf446,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna