is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34721

Titill: 
  • Hvað verður um störfin?: Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálastarfsemi
  • What will become of the jobs?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að fá innsýn í áform íslenskra fjármálafyrirtækja um sjálfvirknivæðingu starfa og þau áhrif sem þær breytingar eru líklegar til að hafa á mönnunarþörf fyrirtækjanna á næstu fimm árum. Við rannsóknina var beitt eigindlegri aðferðafræði sem byggir á djúpviðtölum við tíu aðila sem vel þekkja til í íslensku fjármálaumhverfi.
    Helstu niðurstöður benda til þess að fjármálafyrirtækin muni halda ótrauð áfram á braut sjálfvirknivæðingar. Helstu hvatar þess eru aukin samkeppni, aukin áhersla viðskiptavina á auðveldara aðgengi að þjónustu og þörf fyrir lækkun rekstrarkostnaðar fyrirtækjanna. Þessi þróun mun hafa í för með sér talsverð áhrif á mönnunarþörf þar sem sum störf verða lögð niður en önnur skapast. Niðurstöður gefa ekki skýrt til kynna hvaða afleiðingar þetta mun hafa á fjölda starfa á tímabilinu sem var til skoðunar, en ljóst þykir að samsetning starfsmannahópa mun breytast umtalsvert.
    Lykilorð: Fjórða iðnbyltingin, fjármálafyrirtæki, sjálfvirknivæðing, stefnumiðuð mannauðsstjórnun, þekkingarstjórnun, kortlagning á hæfniþörf.

Samþykkt: 
  • 8.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni Þorvaldur Henningsson.pdf1,16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf510,54 kBLokaðurYfirlýsingPDF