Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34724
Hugtakið alþjóðlegur skattaréttur felur í sér vissa þversögn, en eðli máls samkvæmt er skattaréttur landsréttur þar sem heimildir ríkja byggja ýmist á tengslum þeirra við skattgreiðanda eða þeirra verðmæta sem skattleggja á. Alþjóðleg skattavandamál eru ekki ný af nálinni en vegna aukinnar alþjóðavæðingar viðskiptaumhverfis og aukins hreyfanleika fjármagns hafa þau þó líklega aldrei verið jafn ofarlega á baugi og þau eru í dag. Veikleikar í núgildandi löggjöf ríkja skapa tækifæri til alþjóðlegrar skattaskipulagningar en það krefst djarfra aðgerða yfirvalda til að stemma stigu við þeim skattaflótta sem á sér stað. CFC-reglur eru liður í þeirri baráttu, en tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir að alþjóðlegar fyrirtækjasamstæður geti fært hagnað sinn til lágskattaríkja og halda skattlagningarrétti ríkja þar sem hagnaðurinn myndast í raun. Með ritgerð þessari er því leitast við að svara þeirri spurningu hvort styrkja þurfi gildandi CFC-löggjöf hér á landi og ef svo er, þá að hvaða leyti. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um skattarétt og alþjóðlega skattaskipulagningu. Í öðrum hluta hennar er farið ítarlega yfir áhrif meginreglna Evrópuréttar á skattalöggjöf aðildarríkja og mikilvægi raunveruleikaundanþágunnar innan EES með hliðsjón af dómaframkvæmd Evrópu- og EFTA-dómstólsins. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er varpað ljósi á hið íslenska CFC-ákvæði 57. gr. a. tekjuskattslaga og áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu til breytinga á því. Að lokum eru dregnar ályktanir um hvernig ætti að haga CFC-löggjöf hér á landi þannig að hún samræmist BEPS aðgerðaráætlun OECD með hliðsjón af ATAD tilskipun Evrópusambandsins og dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.
One might claim that international tax law is a paradox as the power to impose taxes is generally recognized as a right of governments. Can a country simply decide to tax nonresidents on foreign-source income? The nationality of corporations is a difficult issue when it comes to international taxation. In general, corporations are considered nationals based on the country in which they are incorporated, the country from which they are managed and controlled, or both. The interesting aspect of nationality jurisdiction for corporations in tax law is the gradual adoption of a rule that permits countries to tax „controlled foreign companies“ (CFCs), that is, corporations controlled by nationals, as if they were nationals themselves. Due to the increase of national economies and markets in recent years, it has become easier for international companies who have foreign source income to avoid taxation on such income by shifting it to a company incorporated in anouther country, preferably a tax haven, where it can accumulate tax free. The goal of CFC rules is to respond to that risk. Without such rules, CFCs provide opportunities for profit shifting and long-term deferral of taxation. The main objective of this thesis is to shed light on the question whether or not existing CFC-legislation in Iceland needs to be reviewed and if so, in what way. A close look is also taken into the limits imposed by EU law as it has been argued that the landmark decision of the European Court of Justice in Cadbury Schweppes implies that there is little room for the application of CFC rules in the EU/EEA context. Finally, the thesis proposes amendments to the current Icelandic CFC legislation to the provision that complies with BEPS action 3 along with ECJ precedents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MLRitgerð-FMH.pdf | 642,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
fanneymlld.pdf | 418,82 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |