Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34725
Reglur til að hnekkja ráðstöfunum, sem skuldari hefur framkvæmt, hafa verið til staðar í íslenskri löggjöf allt frá því lög um gjaldþrotaskipti voru fyrst sett. Efnislega hafa þó þessar heimildir tekið stakkaskiptum. Fyrst með gildistöku gjaldþrotalaga nr. 7/1978. Segja má að aukin dómaframkvæmd eftir þá atburði sem hentu fjármálamarkaði á haustmánuðum árið 2008, hafi leitt af sér að ákvæði gjaldþrotalaga tóku að skýrast um fjölmörg atriði.
Fyrra viðfangsefni þessarar ritgerðar er að bera saman riftunarreglur á sviði kröfuréttar annars vegar og gjaldþrotaréttar hinsvegar. Inntak þessara reglna verður skýrt og fjallað verður um þau almennu skilyrði sem þarf að vera uppfyllt til að riftun nái fram að ganga. Þá verður gerð grein fyrir samspili reglnanna.
Síðara viðfangsefni ritgerðarinnar er að taka til skoðunar hvernig kröfugerð í riftunarmálum, sem höfðuð eru í tengslum við gjaldþrotaskipti, og hvernig sú framsetning hefur breyst með tíð og tíma. Rýnt verður í kröfur dómstóla til kröfugerðar og hvernig þær kröfur samrýmast meginreglunni um ákveðna og ljósa kröfugerð. Í leit að svörum við fyrrgreindum álitaefnum verður stuðst við gjalþrotalög nr. 21/1991. Þá verður höfð hliðsjón af útgefnu efni fræðimanna sem og íslenskri dómaframkvæmd.
Uppbyggingu ritgerðarinnar er hagað þannig að í 2. kafla er farið almennt yfir réttarsvið gjaldþrotaréttar. Í 3. kafla verður efni ritgerðarinnar afmarkað og fjallað um riftunarreglur gjaldþrotalaga. Leitast verður eftir að skýra hlutverk reglnanna og gildissvið þeirra rakið. Að auki er farið ítarlega í yfir þá málshöfðunarfresti sem gilda í riftunarmálum með hliðsjón af dómaframkvæmd. Þá verður endurgreiðslureglum gerð skil. Í 4. kafla er svo annað af meginefni ritgerðarinnar. Fjallað verður ítarlega um inntak riftunarreglna í íslenskum rétti og samspil þeirra á milli. Í 5. kafla er svo hitt meginefni ritgerðarinnar. Framsetning kröfugerðar í riftunarmálum og kröfur dómstóla til skýrleika kröfugerðar. Loks verða niðurstöður lagðar fram í 6. kafla.
Rules to override measures taken by the debtor, have been in Icelandic legislation since the bankruptcy law was first enacted. However, these rules have changed significantly, first with Act no. 7/1978 on bankruptcy. Increased court decisions following the events that hit the
finacial markets in the fall of 2008, has resulted in clearer bankruptcy law.
One of the main themes of this thesis is to compare rescission rules of law of obligations to the rescisson rules of chapter XX of Act nr. 21/1991 on Bankruptcy etc. The content of these rules will be clarified and the general conditions that must be met in order for the recission to be permitted. Furthermore to analyse the interaction between aforementioned rules.
The other main theme of this thesis is to analyse the presentation of claims in rescission cases and how that representation has changed over time. The courts claims to this representation will be consider alongside the principle of a certain and clear claim. The research
solely focuses on Act no. 21/1991 on Bankruptcy etc., and the results of Icelandic courts cases.
Academic refrences are also taken into account.
The structure of this thesis is as follows: chapter two discusses the judicial system of bankruptcy rules in general. In chapter three the subject of the thesis will be defined further and the rescission rules of bankruptcy laws discussed. The function of the rules will be
explained and their coverage traced. In addition the period of limitation that apply in rescission cases with reference to case law will be reviewed in detail. Chapter four discusses one of the main themes of this thesis. The meaning of rescission rules in Icelandic law and how they interact will be reviewed in detail. Chapter five discusses the other main theme of this thesis.
The presentation of a claim in rescission cases and the demands the court of law makes in regards to clarity of those claims. Finally in chapter six the research results will be presented.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð lokadrög.pdf | 715.62 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
eythormlld.pdf | 406.51 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |