is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34726

Titill: 
 • Vöruþróun á grundvelli MiFID II - Efni, innleiðing og framkvæmd vöruþróunarákvæða MiFID II
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er vöruþróun samkvæmt MiFID II tilskipuninni 2014/65/ESB. Í 3. mgr. 16. gr. tilskipunarinnar eru lagðar skyldur á verðbréfafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem falla undir gildissvið tilskipunarinnar þess efnis að þau innleiði ákveðið vöruþróunarferli í starfsemi sína sem ætlað er að leiða til aukinnar fjárfestaverndar. Nánari útlistun á þeim kröfum sem gerðar eru í MiFID II um vöruþróun er að finna í framseldri tilskipun (ESB) 2017/593 og viðmiðunarreglum Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) um kröfur MiFID II um vöruþróun. Til stendur að innleiða MiFID II í íslenskan rétt með setningu nýrra heildarlaga í byrjun mars 2020 en þegar þetta er ritað hafa verið lögð fram drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda.
  Megintilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um þau vöruþróunarákvæði MiFID II sem koma til með að verða innleidd hér á landi, greina frá því hvaða fyrirtækjum ber að fylgja þeim, bera kröfurnar saman við sambærilegar kröfur sem settar hafa verið fram af Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA) ásamt því að lýsa mögulegri framkvæmd ákvæðanna. Afleidd löggjöf sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins er oft efnismikil og getur haft töluverð áhrif á starfsemi fyrirtækja hér á landi, einkum þau minni. Því verður jafnframt fjallað um þær áskoranir sem innleiðing vöruþróunarákvæða MiFID II getur haft í för með sér fyrir verðbréfafyrirtæki.
  Frá fjármálahruninu 2008 hefur verið ríkjandi töluvert neikvætt viðhorf til verðbréfamarkaðar hér á landi. Strangar kröfur um fjárfestavernd eru mikilvægar í þeirri viðleitni að efla traust á markaðinn og trúverðugleika í verðbréfaviðskiptum. Búast má við að nýju vöruþróunarreglurnar muni koma til með að skipta þar máli. Því er mikilvægt að vel takist til við innleiðingu og framkvæmd þessara reglna hér á landi.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is product governance according to the MiFID II directive 2014/65/EU. Article 16(3) of the directive sets out obligations for investment firms and other entities to which the directive applies regarding product governance requirements that are supposed to lead to increased investor protection. Commission delegated directive (EU) 2017/593 and the European Securities and Markets Authority (ESMA) guidelines on MiFID II product governance requirements supplement the MiFID II product governance requirements. The implementation of MiFID II into Icelandic national law is estimated to take place in March 2020. At the time of writing this thesis, a draft bill setting out a proposal of the new legislation has been submitted to the Icelandic government consultation portal.
  The main purpose of this thesis is to review the MiFID II product governance requirements that will be implemented into Icelandic law, state which entities fall within the scope of the requirements, compare the requirements with comparable requirements set out by the European Banking Authority (EBA) as well as putting forth suggestions regarding the execution of the product governance requirements. Secondary legislation implemented into Icelandic national law under the EEA-Agreement is often materially extensive and can have a major impact on Icelandic firms, especially the smaller ones. This thesis will therefor also discuss the challenges Icelandic investment firms will be facing with the implementation of the product governance requirements.
  Since the financial crisis in 2008 the public attitude towards the securities market has been considerably negative in Iceland. Strict investor protection requirements are important in order to increase trust in the market and credibility of investment activities. The new product governance requirements can be expected to be of relevance in this regard. It is therefore important that the implementation and application of these requirements in Iceland will be effective and successful.

Samþykkt: 
 • 8.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final - Karen.pdf729.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
karenmlld.pdf435.04 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna