is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34729

Titill: 
  • Vinnueftirlitið á tímamótum: Þroskastig skipulagsheildar samkvæmt líkani um samþætta árangursstjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa átt sér stað í opinberri þjónustu á undanförnum árum og sífellt eru gerðar meiri kröfur til þess að opinberir aðilar veiti skjóta og góða þjónustu en sýni á sama tíma meiri hagkvæmni og skilvirkni í sínum störfum. Ritgerð þessi fjallar um árangursstjórnun sem er samansafn margra stjórnunarkenninga, nánar tiltekið þroskalíkan samþættrar árangursstjórnunar.
    Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að sýna fram hvort og þá með hvaða hætti þroskalíkanið geti nýst fyrir Vinnueftirlitið. Lagt var mat á núverandi þroskastig og það borið saman við æskilegt þroskastig og lagðar fram tillögur til úrbóta.
    Helstu niðurstöður benda til þess að aðferðafræðin geti hentað stofnuninni ágætlega til að bæta stjórnun, auka skilvirkni og hagkvæmni í hennar störfum og þannig aukið árangur af starfsemi Vinnueftirlitsins. Nýta má aðferðafræðina til þess að leggja mat á árangur sem náðst hefur af þeirri stefnumótun sem stofnunin hefur þegar framkvæmt og aðstoðað við innleiðingu og framkvæmd hennar. Niðurstaða rannsakanda er á þá leið að Vinnueftirlitið sé almennt komið af upphafsþroskastigi í hinum fimm árangursstjórnunarþáttum líkansins. Æskilegt sé vegna stefnu stjórnvalda í opinberum fjármálum og af sérstakri stöðu stofnunarinnar sem vinnuverndarstofnun að hún stefni á að komast á næstefsta þroskastig á næstu árum.
    Ef vilji stendur til þess að stofnunin færist á hærra þroskastig er mikilvægt að gerð verði tímasett áætlun um nauðsynlegar umbætur sem innihaldi bæði þær aðgerðir sem hægt sé að ráðast í strax og einnig þær sem mun taka lengri tíma að ljúka. Sú vegferð mun krefjast úthalds og áræðni en hún getur einnig skilað miklum árangri.

  • Útdráttur er á ensku

    Many changes have occured in public service in recent years and ever growing demands are made for a speedy and good service from the public sector at the same time as showing better results for viability and efficiency in their operations. This essay is about performance management as a collection of many management theories and the methology of maturity integration in performance management to be specific.
    The purpose and goal of this study is to show whether and then how the maturity integration can be useful for the Icelandic Administration of Occupational Safety and Health (AOSH). An assessment was made on the current maturity stage and suggestions made for improvement.
    The main results suggest that the methology can be of good use for the Icelandic AOSH to improve management, efficiency and viability within the institution and therefore improve its performance. The methology can be used to evaluate the benefits of strategy already made and assist in the strategy implementation and execution stages. The research suggests that the Icelandic AOSH has generally left the start maturity stage in the five elements of the intgrated performance management framework. It also suggests that due to the Icelandic Government policy in public finance and the AOSH‘s status as an occupational safety and health establishment it should aim to be within the second to highest maturity level in the next few years.
    If there is will from the AOSH to move to a higher maturity level it is important that a time set schedule will be made which contains both the actions that can be made right away and those that will take longer to finish. This journey will demand persistance and determination but it can also give great results.

Samþykkt: 
  • 8.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimir Guðmundsson Vinnueftirlitið á tímamótum.pdf2,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða og efnisyfirlit_Vinnueftirlitið á tímamótum.pdf705,41 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá_Vinnueftirlitið á tímamótum.pdf585,19 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis_útfyllt_Heimir Guðmundsson.pdf55,38 kBLokaðurYfirlýsingPDF