Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34731
Tíu fingur upp til Guðs
Trúverðugleikamat og matskennd atriði sem geta leitt til þess að umsókn um alþjóðlega vernd sé tekin til efnismeðferðar
Í lögum nr. 80/2016 um útlendinga eru engin ákvæði sem kveða á um hvernig trúverðugleikamat skuli framkvæmt. Engu að síður er trúverðugleikamat oft veigamikill þáttur í meðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Í ritgerðinni verður leitast við að svara því hvort mat íslenskra stjórnvalda á trúverðugleika samræmist þeim verklagsreglum sem koma fram í skýrslum og leiðbeiningum Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Til þess að leggja mat á það var stjórnsýsluframkvæmd rannsökuð. Sú rannsókn leiddi í ljós að rökstuðningur kærunefndar útlendingamála var oft dræmur og það er gagnrýni sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint að erlendum stjórnvöldum. Rannsóknin leiddi líka í ljós að það heyrir til undantekninga að íslensk stjórnvöld byggi mat sitt á trúverðugleika á viðmóti umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Með lögum nr. 80/2016 um útlendinga er stjórnvöldum er falið víðtækt mat á atriðum sem leitt geta til þess að umsókn um alþjóðlega vernd sé tekin til efnismeðferðar hér á landi. Vegna eðli lagaákvæðanna sem um ræðir þá er nauðsynlegt að varpa ljósi á stjórnsýsluframkvæmd til þess að gera grein fyrir gildandi rétti (lex lata). Greining á lagaákvæðunum og lögskýringargögnum leiddi í ljós að texti 36. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga er ekki samrýmanlegur þeirri afstöðu löggjafans ef ráða má af lögskýringargögnum. Það hefur leitt af sér réttaróvissu sem kærunefnd útlendingamála hefur þurft að greiða úr. Af þeim sökum er það einkar vandasamt álitaefni hvort sérstakar aðstæður séu uppi í máli sem mæli með því að umsókn um alþjóðlega vernd sé tekin til efnismeðferðar hér á landi.
Hand to God
Credibility assessment and issues subject to administrative discretion that can lead to applications for international protection to be examined on the basis of substance
No articles pertaining to how credibility assessment is conducted can be found in Act No. 80/2016 on Foreigners. Nonetheless credibility assessment is often a significant element in the review of applications for international protection. This essay aims to answer whether or not the evaluation of Icelandic authorities is in line with standards set in reports and guidance of the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR). To determine whether or not that is the case, administrative decisions were examined. That examination revealed that the reasoning of the Immigration and Asylum Appeals Board was often lacking and that is a criticism that the United Nations High Commissioner for Refugees has laid at the feet of foreign authorities. The examination also revealed that Icelandic authorities very rarely rely on demeanor as an indicator in their credibility assessments when reviewing applications for international protection.
Authorities are granted substantial leeway when reviewing issues that can lead to applications for international protection to be reviewed on the basis of substance with the Act No. 80/2016 on Foreigners. Due to the nature of the articles in question it is necessary to shed light on administrative case law to paint a picture of the law that exists (lex lata). Analysis of the articles of law and preparatory works revealed that the text of Article 36 of the Act on Foreigners is inconsistent with the will expressed in the preparatory works. This has lead to a certain legal uncertainty which the Immigration and Asylum Appeals Board has had to navigate. Thus it is an especially demanding issue of law to determine whether “special circumstances” have arisen in a case which favour an examination of an application for international protection on the basis of substance.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSÍ Meistararitgerð.pdf | 886,34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |