is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34744

Titill: 
  • "Kynlíf er bara einn partur af allskonar samskiptum" Staða kynfræðslu í skólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynfræðsla í skólum er lögbundin og mikilvæg fyrir kynheilbrigði barna og ungmenna. Í þessari rannsókn er kannað hvernig kynfræðsla fer fram í skólum á Íslandi í dag og þá sérstaklega hvort tekið sé tillit til fjölbreytileika nemenda. Þrátt fyrir skýr lög er ekki skýrt í námsskrá grunn- og framhaldsskóla hvernig kynfræðslu eigi að vera háttað. Tekin voru sex hálfopin viðtöl, annars vegar við þá sem veita kynfræðslu og hins vegar við þá sem starfa hjá samtökum er láta sig kynfræðslu varða. Niðurstöður benda til þess að miklu sé ábótavant í kynfræðslu í skólum. Hinsegin og fatlaðir nemendur eru nánast útilokaðir ásamt því að börn og unglingar eru almennt ekki að fá þá fræðslu sem þau þurfa og vilja. Skólinn gefur hvorki nægilegt rými né stuðning til þess að kynfræðslu sé sinnt á þann hátt sem þarf. Mikil þörf er á því að breytingar verði á kynfræðslu og að fjölbreytileiki nemenda sé sýnilegur.

Samþykkt: 
  • 8.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaritgerð.pdf469.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman skil.pdf309.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF