is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34754

Titill: 
 • Mikilvægi hvatningar yfirmanna: Áhrif hvatningar yfirmanna á undirmenn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Efni þessarar ritgerðar er áhrif hvatningu yfirmanna á starfsmenn. Skoðaðar voru sex hvatakenningar en það eru þarfapýramídi Maslows, árangurskenningu McClellands, tveggja þátta kenningu Herzbergs, væntingakenning Vroom, markmiðasetninga kenningu Edwin Locke og jafngildiskenninguna J. Stacy Adams.
  Rannsóknarspurningin sem unnið er með er: Er tenging milli hvatningar yfirmanna og frammistöðu starfsmanna? Hvernig er hægt að mæla frammistöðu starfsmanna? Hvaða hvatning virkar best? Hvernig er best að veita hvatningu svo hún skili sem mestum árangri?
  Byrjað var á því að skoða hugtakið hvatningu, hvað það þýðir og hvernig hún virkar. Eftir það var fjallað um hvatakenningarnar almennt og svo þær sex kenningar sem áður voru nefndar. Eftir það kemur niðurstaða þar sem ég skrifa mínar skoðanir á kenningunum, hver sé best að mínu mati og þeirri síðst og reyniað svara spurningum sem eru hér að ofan.
  Að meta frammistöðu starfsmanna getur verið flókið og oft erfitt að segja til hvað veldur því hvernig starfsmenn standa sig. Það er mikilvægt að starfsmenn viti til hvers er ætlast af þeim svo hægt sé að ná fram árangri og einnig mikilvægt að yfirmenn viti hverju þeir ætlast til af starfsmönnum sínum. Endurgjöf frá yfirmanni er mikilvæg og ennþá mikilvægara er að láta vita þegar vel gengur og hvetja þannig starfsmenn sína áfram. Það er mjög vanmetið á vinnumarkaðnum að veita hrós fyrir frammistöðu en það er talið eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til að ná fram góðum anda og góðum niðurstöðum í þeim verkefnum sem sett eru fyrir starfsfólk.

Samþykkt: 
 • 8.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSElfaRagnars (1).pdf505.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf47.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF