is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34758

Titill: 
 • "Kátir voru karlar á kútter Haraldi." Skjásýning um þilskipaútgerð á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi greinargerð er hluti af lokaverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hinn hluti verkefnisins er skjásýning um þilskip og þilskipaútgerð. Skjásýningin mun innihalda ljósmyndir og teikningar með texta fyrir neðan um þilskip og þilskipaútgerð. Sýningin verður sett upp á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi og mun opna í mars 2020.
  Í greinargerðinni verður fjallað um ferlið við að setja upp sýninguna. Auk þess verður fjallað um efnivið, undirbúning og uppsetningu sýningarinnar. Einnig verður fjallað um þær hindranir og áskoranir sem komu upp við gerð verkefnisins.
  Aðalmarkmið greinargerðarinnar er því að fjalla um mikilvægi þilskipaútgerðar fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir Akranes. Einnig að rökstyðja þá ákvörðun að miðla þessari sögu með skjásýningu. Við gerð verkefnisins voru safnfræðilegar rannsóknir notaðar sem og rannsóknir um gildi ljósmynda sem heimilda. Þá voru ýmsar kenningar innan kennslufræða notaðar.
  Gerð sýningarinnar tók um tvo mánuði. Textagerð hófst í byrjun október og lauk um miðjan nóvember. Ljósmyndaval og uppsetning hófst í miðjum nóvember og lauk í byrjun desember. Áður en sýningin opnar þarf að þýða hana yfir á ensku en Byggðasafnið í Görðum mun ráða þýðanda til að vinna þá vinnu. Var því minni vinnu að sýningunni lokið í byrjun desember 2019. Sýningin mun svo opna í mars 2020, eftir að þessari greinargerð er skilað.

Samþykkt: 
 • 9.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð.pdf2.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing MA.pdf255.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF