Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34761
Ritgerð þessi ber heitið: „Áhrif tilraunaverkefnis Lögreglustjórans á Suðurnesjum „Að halda glugganum opnum“ á verkferla lögreglu og setningu ákvæðis 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940“. Heimilisofbeldi hefur verið falið vandamál í gegnum tíðina og erfitt getur verið að takast á við það sökum þess hversu falið það er. Árið 2011 voru samþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili nr. 85/2011 með því markmiði að sporna við heimilisofbeldi. Fyrirmyndin, þar sem ofbeldismaðurinn er fjarlægður af heimilinu í stað þess að þolandi þurfi að leita annað, á rætur sínar að rekja til Austurríkis og er nefnd austurríska leiðin. Tilraunaverkefni Lögreglustjórans á Suðurnesjum „Að halda glugganum opnum“ byggir á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Með tilkomu verkefnisins var farið að nýta þau úrræði laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili nr. 85/2011 til muna og samstarf lögreglu hafið við félagsmála- og barnaverndaryfirvöld. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á hversu brautryðjandi verkefnið var, áhrif þess á verklagsreglur lögreglu og setning nýs heimilisofbeldisákvæðis 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í kjölfar tilraunaverkefnisins og fullgildingu Istanbúlsamningsins var heimilisofbeldisákvæði 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sett í lög. Markmiðið er að fjalla um lögfestingu ákvæðisins, forsendur þess og almennt um ákvæðið sjálft. Fjallað er um dómaframkvæmd fyrir og eftir lögfestingu ákvæðisins og framkvæmdin borin saman. Farið er yfir sérstök ákvæði heimilisofbeldis á Norðurlöndum og borið saman við íslenska framkvæmd. Gerðar eru tillögur að breytingum.
This thesis states what were the effects of the Police Chief's pilot project on the Suðurnes "Keeping the window open" on the police work process and the adoption of Article 218. b of the Penal Code no. 19/1940. Domestic violence has been a problem over the years and can be difficult to cope with because of its hidden nature. In 2011, the Act on Prohibition of Approval and Expulsion of Homes no. 85/2011 with the aim of countering domestic violence. The model, in which the abuser is removed from the home instead of the victim having to look for another home, has its roots in Austria and is called the Austrian Route. The police officer's pilot project in the Suðurnes region "Keeping the window open" is based on the law of prohibition of approach and expulsion from home. With the introduction of the project, these resources were used to a great extent, and cooperation was started with the social authorities and child protection services. The aim of the thesis is to demonstrate how pioneering the project was, its impact on police procedures and the introduction of a new domestic violence clause in Article 218. b of the Penal Code no. 19/1940. Following the pilot project and the ratification of the Istanbul Convention, domestic violence provisions were Article 218. b of the Penal Code no. Act 19/1940. The aim is to discuss the legalization of the provision, its premises and in general the provision itself. Judicial proceedings are discussed before and after the legal provision of the provision and the execution is compared. Special provisions on domestic violence in the Nordic countries are reviewed and compared with the Icelandic practice. Proposed changes are made.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hildigunnur Guðmundsdóttir.pdf | 681.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |