en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34766

Title: 
  • Title is in Icelandic Valdatafl í tvíhliða samningsgerð: Geta tilfinningar eins og reiði haft áhrif á niðurstöður samninga og er viðhorf fólks til slíkra valdbeitingartóla í takt við niðurstöður rannsókna
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ásamt því að fræðilegum bakgrunni á hinu óræða hugtaki valdi verði gerð skil verður hér reynt að komast að því hvort hægt sé að nýta reiðitilfinningar sem nokkurs konar valdbeitingartól til að öðlast yfirhönd í tvíhliða samningum. Einnig er skoðað hver afstaða fólks yfir höfuð er til slíkra tilburða í samningaviðræðum og hvort því finnst almennt að það geti verið samningamönnum til framdráttar eða hreinlega aftrað þeim í leit sinni að bestu mögulegu niðurstöðum samninga. Skoðað er hvort skoðanir fólks að reiðitilfinningum í samningum séu breytilegar eftir því hvort það sé sjálft í valdmeiri stöðu samfélagslega og var það ákvarðað út frá stjórnunarhlutverki í starfi. Einnig voru þessir sömu parametrar skoðaðir með tilliti til kyns og aldurs. Loks var athugað hvort fólki finnist það mögulega aftra samningamönnum í framtíðarsamningum sínum að beita slíkum tilfinningum vegna mögulegra bakslaga fyrir tilstilli hegðunar sinnar.
    Helstu niðurstöður voru þær að miðað við þau gögn sem söfnuðust við gerð tilraunarannsóknar þar sem framkvæmdar voru tvær gervisamningaviðræður var ekki hægt að samþykkja tilgátur um að hægt sé að hafa áhrif á niðurstöður samninga í tvíhliða samningum. Aðrar niðurstöður voru þær að viðhorf fólks til þess hvort hægt sé að hafa áhrif á niðurstöður samninga með reiðina að vopni er almennt neikvætt, þrátt fyrir að fyrri rannsóknir virðast styðja það. Viðhorfið er hins vegar ólíkt meðal fólks eftir því hvar í samfélaginu það er. Þar má helst nefna að valdmikið fólk er ekki eins ósammála því að hægt sé að ná fram betri niðurstöðum fyrir báða samningsaðila, eða stækkun á samningskökunni, ef svo má að orði komast, heldur en fólk með minna skynjað vald. Að lokum má nefna að konur eru hlutfallslega meira ósammála þessari sömu staðhæfingu en karlar.

Accepted: 
  • Jan 9, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34766


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Valdatafl í tvíhliða samningum.pdf519.95 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf287.39 kBLockedDeclaration of AccessPDF