is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34767

Titill: 
 • Flókið við fyrstu sýn: Innleiðing persónuverndar frá sjónarhóli stofnanakenninga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stofnanakenningar lýsa því hvernig skipulagsheildir bregðast við ytri þrýstingi til að aðlagast umhverfinu með því að innleiða t.d. venjur eða verklag sem hafa dreifst það víða og öðlast svo mikið lögmæti að þau eru talin sjálfsögð og eðlileg, þ.e. stofnanavæðst. Stofnanaþrýstingi er oftast skipt í þrjár tegundir: þvingun, hermun og stöðlun.
  GDPR er reglugerð Evrópusambandsins nr. 2016/679 sem var lögfest á Íslandi með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. GDPR er ætlað að ganga lengra en fyrri löggjöf hefur gert og taka til greina þróun í upplýsingatækni og útbreiðslu hennar ásamt því að auka samræmi á milli landa, taka til heildarumfangs vinnslu og verndar persónuupplýsinga og efla vald eftirlitsstofnana til að ná fram hlítingu við GDPR.
  Gerð var megindleg rannsókn út frá sjónarhóli stofnanakenninga. Kannað var hvort stofnanaþrýstingur (þvingun, hermun og stöðlun) hafi áhrif á innleiðingu laga um persónuvernd hjá íslenskum skipulagsheildum. Einnig var kannað hvort stærð skipulagsheilda, atvinnugrein, stuðningur stjórnenda, reynsla af innleiðingu upplýsingaöryggisstaðla og upplýsingaöryggistilmæla, svo og persónuverndarhæfni hefði áhrif á inn-leiðinguna.
  Spurningakönnun var send út til 1.323 skipulagsheilda og fengust 313 svör sem gerir 23,66% svarhlutfall í rannsókninni. Niðurstöðurnar sýndu fram á að stofnanaþrýstingur í formi þvingunar-, hermunar- og stöðlunarþrýstings höfðu áhrif á upphaf innleiðingar persónuverndar hjá íslenskum skipulagsheildum, auk þess sem þvingun og hermun höfðu áhrif á ítarleika og lok innleiðingar.
  Stærð skipulagsheilda, atvinnugrein, persónuverndarhæfni og reynsla af upplýsingaöryggisstöðlum og -tilmælum gerðu fyrirtæki líklegri til að hefja innleiðingu fyrr ásamt því að stærð, persónuverndarhæfni og reynsla af upplýsingaöryggisstöðlum gerðu skipulagsheildir líklegri til að innleiða fleiri þætti persónuverndar en ekkert af þessum atriðum gerðu þau líklegri til að ljúka innleiðingunni fyrr. Smæð fyrirtækja var helsta ástæða þess að þau höfðu ekki hafið innleiðingu.

Samþykkt: 
 • 9.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flókið við fyrstu sýn - Innleiðing persónuverndar frá sjónarhóli stofnanakenninga.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - undirrituð yfirlýsing.pdf282.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF