is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34768

Titill: 
  • Áskoranir fyrirtækja í stafrænni markaðssetningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 6 eininga heimildaritgerð, sem fjallar um þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir í stafrænni markaðssetningu. Markmiðið er að skoða hvernig stafræni markaðsheimurinn hefur verið að breyta hegðun neytenda og jafnframt stefnu fyrirtækja svo þau séu samkeppnishæf á markaðinum. Þessi stafræni vettvangur og þá sérstaklega samfélagsmiðlar, hefur skapað ný tækifæri fyrir fyrirtæki bæði til þess að kynna sig og sínar vörur og jafnframt til þess að fylgjast með hegðun neytenda. Fyrirtæki fá umfangsmikil gögn (e. big data) og með greiningu á þessum gögnum geta þau til að mynda fylgst með ferðum viðskiptavina. Mikilvægt er að fyrirtæki ákveði hvernig þau ætla að takast á við þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir því kröfur neytenda um stafrænt efni eru sífellt að aukast. Þegar fyrirtæki nýta sér stafræna markaðssetningu er mikilvægt að þau aðlagi sig að breyttri samskiptaleið og bregðist við umræðunni. Þar sem stafræn markaðssetning er truflandi afl gætu fyrirtækin þurft að endurhugsa viðskiptalíkan sitt í samræmi við það.
    Í ritgerðinni er farið stuttlega yfir þróun stafrænnar markaðssetningar og skoðaðar þær tíu áskoranir sem Leeflang, Verhoef, Dahlström og Freundt settu fram árið 2014 í rannsókn sinni Challenges and solutions for marketing in a digital era. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að fjórar af þessum tíu áskorunum eru fyrirtækjunum mikilvægastar. Reynsla íslensks fatahönnunarfyrirtækis, sem markaðssett hefur vörur sínar eingöngu með stafrænni markaðssetningu var borin saman við þessar fjórar áskoranir og var hún í samræmi við niðurstöður rannsóknar Leeflang o.fl. (2014).

Samþykkt: 
  • 9.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_2020 SÞJ.pdf365.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - eyðublað.pdf291.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF