Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34769
Megintilgangur ritgerðarinnar er að athuga hvort álagning fjallskila sé í eðli sínu þjónustugjald og samræmist þeim skilyrðum sem álagningu þjónustugjalda eru sett. Auk þess verður leitast við að varpa ljósi á þau sérstöku gjöld sem fjallskil eru og sögulegar forsendur þess. Litið verður til dómaframkvæmdar héraðsdómstóla landsins og álita umboðsmanns Alþingis. Ekki hefur reynt á gjaldtöku fjallskila fyrir lands- eða hæstarétti, einkum sökum þess að áfrýjunarfjárhæð hefur ekki verið náð. Fjallskil hafa í aldanna rás skipað stóran sess í sauðfjárbúskap hérlendis. Í gegnum aldirnar hafa búskaparhættir og búseta til sveita breyst, auk þess sem lagareglurnar hafa lítillega breyst. Fjallskil byggja í grunninn á því að verið sé að greiða fyrir þá þjónustu að afréttir séu smalaðir og fé sé með þeim hætti komið til byggða. Fjallskilalögin kveða á um að nánari útfærsla þeirra reglna sem þar er að finna eigi að vera í fjallskilasamþykktum. Komist var að þeirri niðurstöðu að fjallskilasamþykktir uppfylli ekki þann skýrleika og nánari útfærslu á lögunum, sem fram hefur komið í framkvæmd að skuli vera til staðar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar byggja á því að um sé að ræða mjög sérstakt gjald sem fellt hefur verið undir þjónustugjald hingað til. Gjaldheimild fjallskila uppfyllir flest þau skilyrði sem þjónustugjöldum eru sett nema skýrleika og þá kröfu að allir gjaldendur séu að njóta þeirrar þjónustu sem upprekstrarrétturinn hefur uppá að bjóða. Heldur hafi upprekstrarréttarhafar hag af þjónustunni. Höfundur telur að um sé að ræða sérstakt „hagsmunagjald“ þeirra sem upprekstrarrétt eiga. Þegar gjald er lagt á aðila skv. 2. ml. 42. gr. fjallskilalaga sé um að ræða gjald til að viðhalda upprekstrarréttinum auk þess sem huga skal að sameiginlegum hagsmunum rétthafa á afréttum.
The aim of this thesis is to examine the special Icelandic service fee of sheep herding in the Icelandic mountain pasture. Attempts are made to answer if this fee fulfills the conditions that have been agreed on for a traditional service fee or if this fee is by any chance a specific category of fees. Mountain sheep herding has been very similar since it began decades ago. Throughout the ages farming and residency in the Icelandic countryside has changed and the rules of law have taken a slight change. The service fee of sheep herding in the Icelandic mountain pasture is based on the right to operate sheep in the pasture. The aim of the fee is to pay for the service of sheep herding and getting the herd to the inhabited. The main conclusion of the thesis is that the service fee of sheep herding in the Icelandic mountain pasture does not fulfill all the clarity and conditions that have been agreed on for a traditional service fee. It is a very specific fee for the reason that the fee is payed based on the right to operate sheeps in the pasture, not use of the right, which is unsimilar to traditional service fee. This specific fee should be categorized as a „interestsfee“ payed by those who have the right to operate sheep in the pasture.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil fjallskil REJ.pdf | 586,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |