is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34774

Titill: 
  • Innleiðing á rafskautskatli í fiskimjölverksmiðjuna á Þórshöfn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið sem hér er lagt fram á rætur sínar að rekja til vandamáls sem er viðvarandi í heiminum í dag. Þetta stóra vandamál er hnattræn hlýnun. Það er sett í samhengi við breytingar hjá íslensku fyrirtæki, Ísfélaginu, sem höfundur þekkir af eigin raun þar sem hann er fyrrum starfsmaður þess. Þekking höfundar á fyrirtækinu og áhugi á viðfangsefninu var innblástur hans til að kanna efnið betur og vinna lokaverkefni út frá niðurstöðunum. Ákveðið var að kanna í þessu verkefni hvort það væri raunhæfur möguleiki að innleiða rafskautsketil í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn og hvort að slíkt verkefni myndi skila bæði fjárhagslegum og umhverfislegum arði. Við þessa ritgerð var stuðst við upplýsingar sem fengust í gegnum munnlegar heimildir og tölvupósta, en einnig voru notuð raungögn frá rekstri Ísfélags Vestmannaeyja og aðrar heimildir. Mikilvægustu niðurstöður þessa verkefnis eru að það er ekki raunhæfur möguleiki fyrir Ísfélag Vestmannaeyja að skoða uppsetningu á slíkum katli vegna þess að dreifikerfi raforku til Þórshafnar er nánast fullnýtt á álagstímum og því ljóst að það þarf heilmikið fjármagn til þess að fá fullnægjandi raforku til þess að starfrækja slíkan ketill. Vegna þessa var reiknað raforkuverð og svartolíuverð svo að sparnaður myndi hljótast og þannig gera verkefnið raunhæft. Samkvæmt arðsemislíkani var niðurstaða núvirðingar á 20 ára fjárfestingu á rafskautskatli jákvæð um 3.057.507 kr. og hagræðing skuldsetningar 1.121.577 kr. svo aðlagað núvirði miðað við skuldsetningu upp á 20% og eigið fé 80% er 4.179.084 kr.

Samþykkt: 
  • 9.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-DSS-delete-lokaskil-....pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlysing.pdf233.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF