Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34787
Í þessari ritgerð er fjallað um hestaferðina Flosareið sem Hermann Árnason, Hákon Pétursson og Friðbjörn Garðarsson fóru í árið 2016. Í þeirri hestaferð fóru Hermann, Hákon og Friðbjörn sömu leið, á sama árstíma, og Flosi Þórðarson fór í Íslendingasögunni Brennu-Njálssögu þegar hann hélt til hefnda fyrir morðið á Höskuldi Hvítanesgoða. Ferðinni lauk með því að Flosi, ásamt herliði manna, brenndi niður Bergþórshvol. Ferðin liggur frá Svínafelli í Austur-Skaftafellssýslu til Þríhyrningshálsa í Rangárþingi eystra. Flosi Þórðarson á að hafa farið ferðina á u.þ.b. tveimur dögum og reiðmenn Flosareiðar einsettu sér að halda sama hraða og Flosi til að sannreyna hvort hægt væri að fara leiðina frá Svínafelli til Þríhyrnings á jafn stuttum tíma og segir í Njálu. Út frá Flosareið reiðmannanna er staðfræði höfundar Brennu-Njáls sögu ígrunduð og þá með sérstaka áherslu á að skoða hve staðfróður hann hefur verið um Njáluslóðir. Það helsta sem hafa má í huga þegar kemur að staðfræði höfundar Njálu er hvernig Fiskivötn eru staðsett á leiðinni frá Svínafelli til Þríhyrningshálsa og hvort að þau gætu hafa verið hluti af ferðinni. Flosareið er svo rædd í samhengi við aðrar endurgerðir á sögulegum atburðum og hvernig þær þjóna tilgangi menningar- og sagnfræðimiðlunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Flosareið-Frá Svínafelli til Þríhyrningshálsa.pdf | 1.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 112.77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |