is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34788

Titill: 
  • PSD2: Hvað er það og hver eru möguleg áhrif hennar á íslenskan fjármálamarkað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ljóst er að PSD2, löggjöf Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, mun valda miklum breytingum í íslenska fjármálakerfinu þegar hún verður innleidd hérlendis. Bankar munu þurfa að umturna sinni starfsemi og aðlagast breyttu umhverfi þar sem opið bankakerfi verður við lýði. Nýsköpun í fjártækni er þegar hafin á Íslandi og má þar nefna til sögunnar Símann Pay sem er nýtt forrit sem fjarskiptafyrirtækið Siminn hefur nú kynnt til sögunnar og má líkja við Mobile Pay í Danmörku sem er orðið ráðandi þar á markaði. Hins vegar er allsendis óljóst hvenær íslensk stjórnvöld samþykkja innleiðingu PSD2 þar sem sameiginlega EES-nefndin þarf að taka þetta fyrir og samþykkja innleiðinguna. Hérlendis á ennfremur á eftir að samþykkja fjölda lagasetninga varðandi fjármálamarkaðinn sem sumar hverjar eru forsenda þess að innleiðing PSD2 sé möguleg hérlendis. Ísland er nú á gráum lista hjá FATF – alþjóðlegri nefnd gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og það eitt gæti staðið í vegi fyrir innleiðingu. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar mótmælt veru Íslands á listanum og segja að mikið hafi verið gert til að uppfylla öll skilyrði en tíminn hafi runnið út. Áfram verði unnið að því að uppfylla kröfur FATF. Það eru margir óvissuþættir varðandi innleiðingu PSD2 en ljóst er að verði af innleiðingu þurfa bankar, fjármála- og fjártæknifyrirtæki að vera á tánum og vinna ötullega að undirbúningi breytts umhverfis á íslenskum fjármálamarkaði þegar að því kemur.

Samþykkt: 
  • 9.1.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-SteinarIsaksson-Finale-T2JD.pdf478.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-Finale-SteinarIsaksson.pdf169.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF