is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34807

Titill: 
 • "Það skiptir öllu máli að starfsfólkið mitt mæti í vinnu, líði vel og vinni vinnuna sína": Upplifun og reynsla framlínustjórnenda af verkefnum HRM
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um upplifun og reynslu framlínustjórnenda innan opinbers geira af starfskröfum og helstu áskorunum er snúa að stjórnun starfsmannamála, hvaða færni þeir telja mikilvægasta í starfinu og hvaða tækifæri standa þeim til boða eða þeir nýta við að efla færni í starfi. Einnig er skoðuð upplifun og reynsla þeirra af stuðningi við færniþróun
  í vinnuumhverfinu. Ritgerðin byggir á aðferðum eigindlegrar aðferðafræði og er tilviksrannsókn. Tekin voru viðtöl við átta stjórnendur í framlínu á starfsstöðvum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
  Helstu niðurstöður sýna að almennt eru þátttakendur jákvæðir í garð verkefna starfsmannamála. Starfskröfur eru miklar, bæði regluleg verkefni varðandi launamál og vinnufyrirkomulag sem og margháttaður stuðningur við starfsmenn. Álag í starfi er töluvert, sér í lagi á starfsstöðum þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn. Áreiti
  kemur úr mörgum áttum og samskipti við starfsmenn, þjónustuþega og aðstandendur vega þungt í daglegum verkefnum. Samskiptafærni þykir mikilvæg í starfi. Leiðir sem þátttakendur nota til að þróa færni eru meðal annars að takast á við dagleg verkefni, læra af reynslu og af öðrum. Flestir þátttakenda nýta sér ýmsar aðferðir við þróun færni eins
  og að lesa sér til, hlusta á aðra og sækja formleg námskeið. Stuðningur frá samstarfsmönnum er mikilvægastur varðandi stuðning í vinnuumhverfi. Þeir stjórnendur sem eru eini stjórnandi á starfseining tjáðu sig sumir um að það væri erfitt að hafa ekki aðra stjórnendur nálægt til að ræða málin og fá stuðning. Niðurstöður sýndu einnig að stjórnendur ættu stundum í erfiðleikum með að ná í mannauðsráðgjafa til að fá ráðgjöf en
  almennt voru viðmælendur þó jákvæðir í garð mannauðsdeildar og töldu sig fá góða aðstoð þaðan. Þátttakendur töldu sumir að stuðning við nýja stjórnendur mætti bæta. Niðurstöður geta nýst sem innlegg í umræðu um stjórnendur í framlínu og stjórnun starfsmannamála

Samþykkt: 
 • 9.1.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Rún Jóhannsdóttir.pdf784.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf285.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF