Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34808
Fasteignaverð á landinu öllu hefur hækkað gríðarlega frá árinu 2012 og hefur aldrei verið hærra heldur en núna. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvort mikil atvinnuuppbygging á tilteknum svæðum hafi stórvægileg áhrif á fasteignaverð þar, nánar til tekið í smærri bæjarfélögum. Hvort hún geri það að verkum að fasteignaverð þar hækki umfram þá hækkun eða lækkun sem varð á sama tíma á landinu öllu. Þetta verður skoðað með því að bera saman ákveðin gögn eins og til dæmis fasteignaverð yfir ákveðin tímabil, fermetraverð, fólksfjölgun, sem á sér stað yfir ákveðin tímabil, og þá eru einnig skoðaðar skýrslur frá helstu hagsmunaraðilum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að með mikilli atvinnuuppbyggingu í litlum bæjarfélögum hækkar fasteignaverð töluvert meira heldur en í öðrum bæjarfélögum af sömu stærðargráðu þar sem mikil atvinnuuppbygging á sér ekki stað. Þetta má skýra til dæmis á þann veg að þegar mikil uppbygging verður skapast störf sem ekki voru áður. Fólk sem kemur til starfa á svæðinu sem bjó hugsanlega á öðru svæði á landinu en þarf vinnu sinnar vegna að flytja á staðinn þar sem uppbyggingin á sér stað. Þetta veldur því að eftirspurn eftir húsnæði eykst á staðnum. Með aukinni eftirspurn hækkar verð þar sem langan tíma getur tekið að byggja nýtt húsnæði og fyrir nýja íbúa er erfitt að auka framboð á fasteignum. Þetta veldur hækkun fasteignaverðs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc - Sigurður Unnar.pdf | 1,24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |